Saga - 1965, Síða 85
Cr frelsissögu sviss
83
helzt mörgum og ná þannig fé og frama. Önnur hlið sömu
þversagnar kemur t. d. fram í því, að Haraldur konungur
harðráði var hverjum drottnara ágjarnari til landa, en
leitaði ekki á ísland og var konunga beztur í garð Islend-
inga, og fylgdu þeir honum gjarnan, töldu hann í veraldar-
efnum jafnan Ólafi helga bróður sínum, en iðkuðu um báða
bersögli. Þjóðaratvinnuvegs dalbyggja í Sviss að vera líf-
verðir konunga og málaliðar skal seinna getið.
önnur djúp rót að tregðu í Sviss gagnvart páfavaldi lá
í því, að biskupar og aðrir prelátar voru yfirleitt menn
velskrar tungu yfir þýzkumælandi almúga. Samheiti á
öllum, sem rómanskar tungur og mállýzkur notuðu, var
„hinir velsku“ (Welsche). Sóknarprestar og aðrir lág-
klerkar töluðu hins vegar mál alþýðu og urðu keisarasinn-
aðir, seinna frelsissinnaðir og þátttakendur í óvild gegn
háklerkum (Pfaffenbrief 1370).
Orðið „frelsi" í réttindaskjali innan keisaradæmis hlaut
að þýða „Reichsfreiheit“, þ. e. réttinn til að standa beint
undir keisarastjórn, vera laus undan lénsherrum. Eið-
svörnu samtökin 1291 höfðu framar öllu það markmið, sem
var þó auðvitað látið óskrifað í opinbera latínuskjalinu, að
fá keisara til að staðfesta gömlu „frelsisbréfin." Það tókst
þeim 1297 og 1309, og með þeirri umbót í seinna sinnið, að
keisari gerði héruðin þrjú að einni stjórnareiningu, einu
landi, og landfógeti yfir þeim (Reichsvogt) varð góð-
kunnur maður, Werner von Homburg. Ennfremur aftók
keisari, að hægt væri að stefna mönnum til dómstóls í
annað land, nema í óbótasökum þurfti konungsdóm og sá
konungur mundi yfirleitt vera keisarinn. Eftir þetta var
viðkvæði Svisslendinga bæði innan Eidgenossenschaft og
utan: Engar viljum vér utanstefnur hafa nema þá menn,
er vér dæmum sjálfir af landinu.
Nú þótti Habsborgurum hart að vera sviptir tekjumikl-
um lénum í landi, sem þeim fannst bæði fósturland sitt
og heilög eign sín, og meira að segja sviptir dómsvaldi og
hverri íhlutun, sem greifavald gaf tækifæri til á aga-