Saga - 1965, Page 88
86
BJÖRN SIGFCSSON
landsdrottnanna um leigur og kvaðarvinnu. Landfógetar
keisara létu fremur við það sitja, að afgjald væri fast.
Eins fráleitt og Islendingum fannst, að burtför feðra
sinna úr Noregi hefði verið með þeim hætti, að sér væri
skylt að lúta þarlandshöfðingjum, virðist Svisslendingum
hafa þótt uppruni sinn úr Þýzkalandi ekkert mæla með
því, að þeir krypu fyrir hertogum og greifum þaðan.
Frelsi hins nýstofnaða landfógetadæmis keisarans 1316
var ekki meira en íslenzka skattlandsfrelsið á sömu árum;
þetta var eftir að Hákon háleggur, réttvís konungur, hafði
heykzt á vilja sínum að setja hér norræna lögmenn og
gerði þær tilskipanir einar, sem voru „með beztu manna
ráði og bænarstað þeirra vitrastu manna heðan af land-
inu“, eins og segir í Réttarbót hans 1314. Fjölbreytni rit-
listar og mörg önnur lífsfylling mun hafa verið meiri
þessa stundina á Islandi en í svissneskum dölum, þó frón-
búar gætu ekki stært sig af þvílíku sem sigrinum við Mor-
garten, en aðeins af hreysti forfeðra. Líkur bentu eigi til
þess enn, að sambandið Swits, Uri, Unterwalden væri
lífseigasti vaxtarbroddur konunglauss þjóðskipulags, en
þjóðveldið Island væri búið að vera. Eða er satt, að það
væri búið að vera?
Héruð þessi þrjú eru miklu mannfleiri nú en var, og
eru þar þó aðeins rúm 140 þúsund manns. Unterwalden
er víðlendast héraðanna (2 kantónur nú) eða á stærð við
Færeyjar, heldur mannfleira en þær. Uri er 100 ferkm og
Schwyz (Swits) ögn smæst, en þéttbýlast. Segja má víð-
lendið sambærilegt við byggðar sveitir Múlasýslna eða öllu
heldur sveitir Rogalands, um Stafangur og Jaðar.
Eitthvað meira varð að gerast, annars hlaut að fara
illa. Bæði væntanleg hefndarsókn Austurríkis og nauðsyn
landsmanna að tryggja viðskiptaleiðir til hafs eða Ítalíu-
markaða kölluðu á víðlendari samtök og þátttöku fleiri
stétta en í afdölum bjuggu.