Saga - 1965, Page 89
ÚR FRELSISSÖGU SVISS
87
IV. Edlisbreyting í e. k. borgríkjasamband.
Sextíu ár frá 1291 voru liðin; þá kom í ljós stökkbreyt-
ing sú til byrjandi þjóðríkis, sem undirbúin hafði verið.
Zúrich, allþróuð handiðna- og kaupmannaborg, sem verið
hafði kaupstaður síðan á keisaraöldum Rómverja, gekk
í bandalagið 1351, en á tveim undangengnu áratugunum
höfðu Lucern og Glarushérað veitt fordæmi og gengið í
þessa Eidgenossenschaft. í fylgd með Zúrich slógust íbúar
svo víðlendra héraða, að eftir þetta létu bandamenn varnir
sínar taka til nærri alls hins þýzka málsvæðis sunnan
Bodenvatns (ekki þó Bern fyrr en 1353, og Freiburg og
Solothurn 1481, en þær tvær voru að miklu leyti velskar).
Graubúnden og ítalskar byggðir meðfram veginum suður
af St. Gotthard komu smám saman með af samgangna-
ástæðum. Basel og Schaffhausen með viðskiptahafnir sín-
ar við Rín komu ekki með fyrr en 1501.
Sú röksemd sögunnar, að ekkert minna en þetta dygði
til þess, að Sviss yrði nemaðarlega og viðskiptalega líf-
vænt þjóðríki, nær skammt til að skýra, að það skyldi geta
gerzt. Sigur við Sempach 1386 í orustu við Austurríkis-
menn var sönnun um vaxandi styrk, og minning um sigur-
inn veitti framhaldsstyrk. Óttinn við stórveldin hélt kant-
ónunum saman, sem annars voru oft furðulega sundur-
lyndar og jafnvel börðust hver gegn annarri. Ekkert al-
mennt framkvæmdarvald settu þær yfir landið. Þær áttu
aldrei sameiginlegt löggjafarþing né framkvæmdarvald,
fyrr en byltingin mikla í Frakklandi hafði kennt þeim
kröfur nýs tíma. Enginn sameiginlegur landssjóður varð
til, engir sameiginlegir tollar né ein skattalög. Stöðugt sótt-
ist hver kantóna eftir að vera sjálfstætt ríki, en til að jafna
mál, sem risu milli þeirra, komu gerðardómar og samn-
ingar. Einstöku sinnum var kvatt til þings vegna einhvers
aðkallandi máls. Þingræðisþróun staðnaði þarna.
Hugsum okkur þessa ótrúlegu sögu gerast t. d. í Noregi.
Segjum, að Rogaland hefði risið gegn Hákoni konungi há-