Saga - 1965, Síða 92
90
BJÖRN SIGFÚSSON
eru nokkur atriði furðu nálæg því, sem íslendingar kröfðu
af Hákoni Noregskonungi 1301—1306, án þess beint geti
verið tengsl. Mótmæli gegn erlendum lögmönnum (dóm-
urum) og sýslumönnum (— mótmæli í Sviss síðar á 14.
öld) eða gegn því, að embætti væru föl fyrir fé eða með
laumusamningum, voru áþekk í báðum löndum. Refsiréttur
samnings 1291 er eðlisskyldur Jónsbók 1280, þó miklu sé
hann frumstæðari í framsetningu; einnig gæti hann minnt
á aðferð Lög-Skapta við að friða land á tímum Njáls-
brennu og Heiðarvíga. Þess í milli er ívaf samnings hrein
klerkleg miðaldahugsun, t. d. um að lúta og þjóna sínum
herra í samræmi við sína stétt.
Sérlega athygli vekja ströng bönn við því 1316, að nokk-
ur aðili bandalagsins eigi baktjaldamakk við einhvern
hinna, hvað þá við hina ásælnu lénsherra kringum landið,
umfram það sem lénsherra þótti hafa arfgeng réttindi
til („þjóna sínum herra“). Af klókindum settu menn í
sáttmálsbréfin alla 14. öld nokkur orð um, að ekki mætti
synja Habsborgurum um það, sem þeir hefðu rétt til.
Dómur 1316, að þeir hefðu fyrirgert rétti, gerði mögu-
leika þeirra þrönga í Sviss, en herstyrk áttu þeir yfirleitt
meiri en keisarar, svo að allt til Sempachorustu þótti
heimskulegt að brjóta brýr hugsanlegra samninga. En
1454 námu landsmenn þessi orð um tilkall Habsborgara
brott úr öllum sáttmálatextum sínum, töldu skammarlegt,
að þau stæðu þar lengur.
V. Sáttmáli héraðanna Uri, Scwyz og Unterwalden 1291.
Framtextinn 1291 á latínu, frjálslega þýddur hér.
I Drottins nafni Amen. Það veit á heiður og almannagagn, er vér
festum oss sáttmála friði og kyrrð til viðeigandi styrkingar. Viti Því
allir menn, að ibúar Uridals, almenningur Switzdala og héraðsmenn
Neðriskógardala (Unterwalden), sem vilja á slikum viðsjálstímum
efla sig til að verja sig og sína og gæta réttinda, sem þeim ber, hafa
heitbundizt að hjálpa hverjir öðrum með ráðum og hvers kyns aðstoð,
með herskyldu og fé, utan dalanna sem innan, af öllum mætti og elju