Saga - 1965, Síða 93
tJR FRELSISSÖGU SVISS
91
gegn hverjum og einum, sem beitir ofbeldi eða móðgunum gegn þeim
eða einhverjum þeirra eða bruggar illt gegn þeim eða þeirra eigum.
Og i hverju slíku tilfelli hefur hvert héraðið lofað öðru að koma til
hjálpar í nauðsyn og á eigin kostnað, eftir þörfum, til að hrinda árás-
um illviljaðra og hefna móðgana, og hafa menn sjálfir unnið eið að
halda heit þetta undanbragðalaust og endurnýja nú hina fornu eið-
svörnu samheldni vora.
Þó svo, að hver maður skal lúta og þjóna sínum herra í samræmi
við sína stétt.
Vér höfum einnig heitið því í einu hljóði eftir sameiginlega ráð-
stefnu, ákveðið og fyrirskipað, að veita á engan hátt viðtöku nein-
um dómara, sem hefur látið í té fríðindi einhver eða fé til að ná í
embætti sitt eða er ekki héðan úr landinu.
En ef einhver deila rís milli vor bandamanna (Eidgenossen), skulu
hinir glöggustu menn í byggðum vorum til þess fengnir að jafna
hana á þann hátt, sem þeim þykir hæfa, og þeim aðila, sem forsmá
kynni úrskurð þeirra, skulu bandamenn allir rísa gegn.
Framar öllu var það fest, að hver, sem annan drepur af yfirlögðu
ráði og að saklausu, skuli líf láta, ef hann næst, glæpum til útrýming-
ar, nema hann fái sannað sakleysi sitt nægilega um það illvirki, og
ef hann skyldi sleppa, á hann aldrei afturkvæmt. Hilmendur og hjálp-
endur þeirra illgerðamanna skulu rækir úr dölunum, unz bandamenn
verða samráða um að kalla þá heim.
Ef einhver veldur bandamanni viljandi tjóni af eldi á degi eða nóttu,
skal hann aldrei framar talinn vor landi. Og ef einhver verndar eða
ver þann illvirkja hér í dölunum, skal hann greiða þeim skaðabætur,
sem fyrir tjóninu varð.
Ennfremur ef einhver bandamanna rænir annan fé eða veldur hon-
um tjóni, skulu upptækar gerðar eigur hins seka, ef þær nást hér í
dölunum, til að bæta tjónið. Eigi má heldur nokkur taka veð af öðrum
manni nema það sé skuldunautur hans opinberlega eða maður í
ábyrgð við hann, og þá aðeins með leyfi þess dómara, sem til þess
er settur.
Hverjum manni er auk þess skylt að hlýða dómara sínum, og ef
nauðsyn krefur, ber honum sjálfum að sanna dómurum það hér í
dölum, hverjum þeirra beri lögsögn yfir honum. Og er einhver rís
gegn dómi og einhver af bandamönnum bíður tjón fyrir þrjózku hans,
skulu þeir allir saman skyldir að knýja mótþróamanninn til að láta
dóminum fullnægt.
Ef styrjöld eða misklíð er risin milli einhverra af bandamönnum og
ef annar deiluaðilinn synjar um réttlæti eða skaðabætur, eru allir
bandamenn skyldir að hjálpa hinum aðilanum.
Ofanskráð ákvæði, sett til almannaheilla, skulu eilíf standa, ef Guð
lofar. Þessari gerð til staðfestingar er skjal þetta skráð að beiðni
bandamanna og styrkt með innsiglum fyrrnefndra þriggja dala og
héraða. Gert A. D. MCCLXXXXI fyrsta dag ágústmánaðar.