Saga - 1965, Síða 96
94
BJÖRN SIGFÚSSON
bandamönnum sverja. Bréf þetta er hið elzta, þar sem orðið
„Eidgenossenschaft“ táknar eigi aðeins „eiðbræðurna“,
heldur og landið — Sviss.
Hver maður var skyldaður til að vara bandamenn við
því tafarlaust, ef hann yrði var ógnunar eða hættu. Engir
eiðar svarnir Austurríki skyldu fá raskað þessum helgu
skyldum við eigið land. Tilefni til þessa stranga ákvæðis
mun m. a. mega finna í aðferð og æviferli Brunsfeðga.
ítrekuð var hin forna krafa, að dómarar mættu eigi
vera útlendingar. Nú virðist meira fólgið í henni en áður,
því að henni er eigi aðeins stefnt gegn Austurríkismönn-
um og Savoyenkonungi, heldur erlendu klerkadómsvaldi.
Höftin á málsóknum um veraldleg efni voru í fám drátt-
um þessi: Klerkar búsettir í Sviss skyldu eigi framar stefna
þeim málum fyrir klerkadóm neinn. Geri klerkur það samt,
skal hann rækur úr samfélaginu, og má enginn í Sviss
taka við honum, fæða hann né hýsa né nokkur skipti við
hann eiga, segir bréfið. Rétt fengi klerkur engan, fyrr
en hann aflýsti sakarstefnu sinni og legði málin undir
réttan dómara síns umdæmis. Engu meiri rétt höfðu
óvígðir til að stefna slíku máli fyrir dóm klerka. Gætt
skyldi þess, að menn kæmust ekki upp með það að sleppa
borgararétti sínum í svissneskri borg til að geta síðan
flutt mál sín fyrir dómstóli erlendra manna. Sá, sem það
gerði, skyldi landrækur, unz hann hefði bætt allan skaða,
sem af því tiltæki kynni að hljótast. — Klaustur tvö í
landinu fengu staðfest, að bréf þetta skerti engin þau rétt-
indi, sem þau hefðu haft áður. Miklu skipti að láta ekki
beinan árekstur verða við páfana, enda munu þeir hafa
glaðzt yfir erfiðleikum, sem Sviss bjó Habsborgurum.
Engri ör í prestabréfinu er beint að Róm beinlínis, og er
svo að sjá, sem Svisslendingar hafi rannsakað áður, hve
langt þeir mættu ganga í frekju án þess að fella á sig
bannsök með bréfi þessu.
Það er því breitt bil milli stillingar, sem Svissbúar
sýndu, og tryllingslegra almúgauppreisna í kúgaðri bænda-