Saga - 1965, Síða 99
tJR FRELSISSÖGU SVISS
97
nú samþykkzt allt til þeirrar stundar, er nú er yfir oss
komin“.1) Hinn grundvöllurinn er sættargerðin í Túns-
bergi 1277 milli Magnúsar konungs lagabætis og Jóns erki-
biskups rauða og réttarbætur gerðar seinna í sama réttar-
skilningi og hún. Þeir konungur höfðu fyrst samið með sér
1273 um takmörk andlegs og veraldlegs valds, til að skipa
embættismenn, fara með dómsvald o. fl. Leitað var páfa-
staðfestingar á samningnum, en ekki vildi páfi samþykkja
hann óbreyttan, heldur krafðist, sem vænta mátti, aukinna
réttinda handa kirkjunni. Magnús konungur synjaði þess.
Hann vildi m. a. ekki veita dómstóli klerka það „frelsi“ að
ráða jafnan úrskurðum um málaferli, ef vígður maður
væri þar aðili að fjárhagslegu deiluefni, en þess frelsis
hafði kirkjan lengi krafizt. Þó var erkibiskupi mikill feng-
ur að samið yrði, og Túnsbergssættargerðin gekk saman
1277 án þess nú væri leitað páfastaðfestingar. Danskir og
enskir biskupar landsins á 15. öld munu hafa afneitað
sættargerðinni, óstaðfestri, og íslenzkir lögmenn þá sem
fyrr reynt að verja hana. Kristinréttur Árna biskups Þor-
lákssonar frá 1275 hlaut að skýrast með hliðsjón af sætt-
argerðinni og kemur þá eigi í bága við neitt í Leiðarhólms-
skrá.
Skráin rekur í löngu máli samþykktina og allmargt úr
i’éttarbótum, og verður sá hluti skrár eigi tekinn upp hér.
En teknar skulu upp greinar, sem tákna stefnuskrá frelsis,
Þ. e. að „styðja ok styrkja undan því ánauðarolci‘‘ „þetta
fátækt forstöðulaust, skattland ok vort frelsi sjálfra ok alls
vors afspringis“, — og er kirkjunni um ánauðina kennt:
„Friðr ok blessan . . . með oss öllum hér saman komnum
toönnum á Leiðarhólmi, ungum, gömlum, ríkum ok fátæk-
Um, sem styðja vilja guðs rétt, heilagrar kristni ok heil-
agrar kirkju samband, ok vors verðugasta herra kongsins
°k krúnunnar í Noregi samheldi, vort sjálfra frelsi ok
1) Athyglisverð er þessi túlkun Islendinga á mikilvægum lagagi-ein-
um* Jónsbók 1904, bls. 26—30.