Saga - 1965, Qupperneq 100
98
BJÖRN SIGF0SSON
friðkaup, sem oss var að öndverðu g’uði játað, ok (af)
hinum signaða sankti Ólafi ok hans öllum réttum eftir-
komendum, af hverjum eftir annan, hafa nú samþykkzt
allt til þeirrar stundar, sem nú er yfir oss komin, að vér
skyldum auðveldiliga án allrar nauðungar ok afarkosta
hafa ok halda lög ok landsins rétt, sem svarið var, sam-
bundið ok samþykkt á millum krúnunnar, kennimanna,
kirknanna ok konungsins þegna ok alls landsins almúga et
cetera . ..
Vér viljum yðr vita láta ok kunnigt gjöra sérhverjum
ok öllum inniliga, almúga, lögréttumönnum ok skattbænd-
um, sem eru . . .
Viljum vér yðr kunnigt gjöra, að vér höfum yfirséð ok
undirstaðið, saman jafnað ok sannan skilning yfir borið,
sumir af raun reyndri ok fram komnu verki, þann stóra
steyt, skaða fjártjóna, fjármissu fastra eigna ok annars
ósvarligs ágangs ok ofbeldis, er almúgi alls þessa umdæmis
fær af biskupunum, prestum, klerkum ok þeirra meðfylgj-
urum eru fyrir orðnir, sumir 1) af harðligum heitum ok
hótum umsagninganna, en flestir með framkomnu ofbeld-
isverkinu þeira langs ágangs, sem er forboð, útsetningar
af heilagri kirkju, skriftamál, þjónustutekja, gröftur heil-
ags legstaðar, synjun allrar slíkrar þjónustu, hvað lítið til
ber. Hér með banns áfelli, ef nokkur synjar þeim þess, er
þeir beiðast, ok bönnun samneytis alls kristins fólks, kúg-
aðir með þessu áfelli ok ágangi frá sínum görðum, grip-
um ok gangandi fé, reknir síðan í armóð, eymd ok útlegð
ok þeirra afspringi á mót lögum ok tilsettum guðs rétti.
Ok nú er það vor vili ok samþykkt allra hér saman kom-
andi, með fullkomnu sambandi ok lófataki, að vér viljum
hafa ok halda svarið lögmál ok saminn sáttmála, sem gjör
1) Saga fylgir hér eingöngu A-texta skrárinnar, handriti Bjarnax.
en B-texti hennar, endurgerður 1513 upp úr A, en varðveittur aðeins
í miklu yngri handritum, er nokkurn veginn eins lengi framan af. En
hér næst á eftir vantar A-setningar í hann, og síðan koma á köflum
ekki ómerkir íaukar. Gerist samt eigi þörf að rekja þá. Sbr. D. I. VIH-