Saga - 1965, Síða 103
ÚR FRELSISSÖGU SVISS
101
um fjórðungum en þeim, sem Skálholt er í: Ef menn hunna
styrks við að þurfa af öðrum fjórðungum, þá skulu allir
beztu menn skyldugir til að ríða ok styrkja þá til laga ok
réttinda, þeir sem beiddir verða eftir jafnaði upp á réttan
reikningsskap.“ — Þó ekkert standi beinlínis um það, að
menn úr hinu biskupsdæminu hafi komið nærri, er Skál-
holtssamþykktin sýnilega hugsuð sem landssamþykkt, en
óheimilt er þá að kalla hana Árnesingaskrá. Vegna sam-
ruglunar við Árnesingaskrána 1496 að Áshildarmýri hef-
ur sú villa sumstaðar komizt í rit.
Það má telja öruggt, eins og Jón Jóhannesson hélt fram
(ísl. saga II, 58), að hirðstjórarnir hafi verið þeir and-
stæðingar, sem Skálholtssamþykktin rís gegn. Þeir einir
höfðu þau völd, að hyggilegt var að nafngreina þá ekki í
samblástursbréfi gegn þeim. Þannig nefna Svisslendingar
austurríska óvininn alls eigi á nafn 1291, og í samblást-
ursbréfum þeirra langt fram eftir 14. öldinni er hans helzt
eigi getið nema með blíðum orðum. Skálholtssamþykkt er
þurr og blíðulaus. Eins og í Sviss er beittari broddum snú-
ið gegn landsmönnum, sem svíkja kunni samtökin:
„Nú ef nokkur rýfr þetta ok úr gengr þessu samtaki,
þá sé allir skyldir, þeir er halda, að sjá svo til með þeim,
að öðrum verði til viðrsjónar að leiða sig með öðrum góð-
um mönnum í þvílík samtök ok rjúfa sinn trúnað við al-
múgann.“
Hvert er svo inntak landsréttinda, sem slík vopnuð sam-
tök áttu að verja samkvæmt skrá þessari? —
Því má svara í skjótu máli þannig, að samþykktin til-
greinir nokkurn veginn sömu landsréttindi, sem Alþingi
1319 hafði haldið fastast á. Mismunur á nákvæmni gæti
stafað af því, að þolinmæði almúga við messu á túnaslætti
endist eigi að bíða nosturs í bréfagerð. Ákvæði eru sett
gagnvart hugsanlegu misferli kaupmanna, lögmanna og
sýslumanna og um þá menn, sem óskil gera og eigi vilja
dóma halda, „svo ok, að kaupmenn hafi sinn rétt af lands-
mönnum eftir dómi eðr lögmanns úrskurði.“ — Ekkert af