Saga - 1965, Page 104
102
ÚR frelsissögu sviss
þessu veitir tilefni til, að nauðsyn gæti orðið að draga
herstyrk saman úr öðrum fjórðungum til að framfylgja
rétti. Virðast þessi málefni fram borin aukreitis við sjálft
átakamálið af því, að aldrei varð góð vísa of oft kveðin, og
af hinu, að þetta var sönnun um vilja landsmanna til að fara
jafnan að lögum og Gamla sáttmála, bæði gagnvart út-
lendum og innlendum mönnum.
Áherzlumálið virðist hins vegar vera þessi kafli Skál-
holtssamþykktar: „Svo viljum vér ok hafa alla íslenzka
lögmenn ok sýslumenn ok öngvar utanstefnur um þau mál,
sem lögmenn ok sýslumenn fá hér yfir tekið, ok eigi fram-
ar rekstr sýslnanna en í löglegan tíma, utan bændr sam-
þykki annað, ok eigi þá neina, sem eigi eru fullveðja fyrir
þeim völdum, sem koma af Noregi. En svo að það haldist,
þá lýsi þeir bréfum sínum um sinn á þriggja hreppa þingi
í hverjum fjórðungi um allt landið ok ríði við tíunda mann
á sjálfs sín kostnað til hesta ok járna, ok ríði handgengnir
menn ok bændr ok lögmaðr, ef hann er nær, til þeirra
þinga, að því betr gangi konungsins réttr að lögum.“
Jafnskjótt og mótmælt hefur verið erlendum lögmönn-
um og sýslumönnum, eins og landsmenn höfðu stöðugt
geft, leyfir samþykktin „eigi þá neina, sem eigi eru full-
veðja fyrir þeim völdum . . . lýsi þeir bréfum sinum . . ■
í hverjum fjórðungi um landið . . . ríði handgengnir menn
ok bændr ok lögmaðr . . . til þeirra þinga.“ Skáletruðu
orðin, tekin úr málsgreininni, hljóta að eiga við „sýslu-
menn“ setta yfir meira en hálft land, þ. e. hirðstjóra, þó
það orð mætti eigi á nafn nefna. Engri átt nær, að hver
sýslumaður venjulegur hafi þurft að sanna það hringinn
kringum landið með upplestri veitingarbréfa í návist allra
málsmetandi bænda, að honum væri sýslan fengin. Og það
var á Alþingi og hvergi annarstaðar, sem lögmaður þurfti
lögréttúsamþykkis á veitingu síns embættis, svo orðin geta
ekki varðað það embætti. Heimildir skortir um það, hvaða
hirðstjóra eða hirðstjórum menn risu þannig gegn 1375.
Ef hirðstjóri hlýddi því að ríða eigi um land við meira