Saga - 1965, Page 105
OR frelsissögu sviss
103
liði en við 10. mann og bændur sóttu allvel þriggja hreppa
þing sín til að mæta honum, var engin hætta á, að hirð-
stjóri kæmi ofbeldisverkum fram né yrði alltof þungur á
fóðrum. En ef hann hlýddi því eigi og fór óspaklega með
mikinn flokk vopnaðra manna, gerðist hann sekur um al-
varleg brot og gat talizt réttdræpur samkvæmt Jónsbók,
eins og menn töldu Smið hirðstjóra hafa verið. Fastleg
krafa í Skálholti 1375, að konungur vaki yfir landsfriði,
eins og hann hét í þeirri bók, er studd ráðagerðum um lið-
söfnun móti hirðstjórum á þingin, (svo) „að því betr gangi
konungsins réttr at lögum“.
X. Árnesingaskrá að Áshildarmýri 1U96.
Þingstaðurinn að Áshildarmýri hefur hentugur verið
fyrir þriggja hreppa þing, en með því að enginn bannaði,
að fleiri hreppar slægju sér saman um þinghaldið, hafa
Árnesingar gert það og telja það komið í vana löngu fyrir
1496; í skjalinu segir, að þar lögðu „Árnesingar almenni-
liga samkvómu á Áshildarmýri á Skeiðum eftir gömlum
landsins vana“.
Áður en rætt er landsmálefni samþykktarinnar, skulum
við líta á niðurlagskaflann um skipulag og um víti sett til
að varast svik:
„Item skulu tveir menn vera til kjörnir í hrepp hverj-
um að skoða ok fyrir að sjá, að þessi vor skipan ok sam-
þykki sé haldin. Ok ef til Alþingis þarf að ríða sveitarinn-
ar vegna, þá skal hver skattbóndi gjalda átta álnir í þing-
toll. En þeir fjórar álnir, sem minna eiga, þeim (er) kost
skulu halda.
Item viljum vér (ei) hafa innan héraðs þann, er ei
fylgir vorum samtökum. Skulum vér eiga samkvómu vora
á Áshildarmýri á Bartholomeus messudag á haustið. En í
annan tíma á vorið föstudaginn þá mánuður er af sumri,
°k koma þar allir forfallalaust.
En hver sem eitt af þessum samtökum rýfr ok áðr hefr