Saga - 1965, Page 106
104
BJÖRN SIGFÚSSON
undir gengið, sekr þrem mörkum ok taki (þær) innan-
hreppsmenn til jafnaðar.“
Af þessum málsgreinum mætti láta sér detta í hug, að
Árnesingar hafi verið farnir að líta á hérað sitt sem e. k.
kantónu í svissneskri merkingu, þ. e. ríki í ríkinu. Þeir
virðast vilja gera menn héraðsræka, ef þeir fylgi ekki
samtökunum. Þeir leggja sektir þungar á fyrir það, ef
samtök verði rofin, þó eigi jafnþungar og Leiðarhólmsskrá
17 árum síðar. Trúnaðarmenn samtakanna, tveir í hrepp
hverjum, hefðu getað orðið mikil trygging gegn því, að
samtökin doðnuðu eða sundruðust.
Ef betur er athugað skjalið, sést, að samþykktin er í
landsþágu gerð og ekki heimasýslunnar einnar. En til
þessa fundar munu ekki hafa sótt utanhéraðsmenn, og
þess vegna er allur seinni helmingur skrárinnar orðaður
svo sem bezt átti við „í greindri sýslu Árnesi . . . í vorri
sveit Árnesi.“ Aldrei hefur frá kristnitöku orðið vart
sterkra hneigða til „kantónu“-myndunar hér. Formlega séð
má skjalið teljast vinsamleg áskorun til hirðstjóra og lög-
manna á næsta Alþingi.
Fyrri helmingur Árnesingaskrár varðar framkvæmd
Gamla sáttmála og hefst á þessa leið:
„Öllum mönnum þeim, sem þetta bréf sjá eðr heyra,
sendum vér lögréttumenn, landbúar ok allr almúgi í Árnesi
hiröstjórum, lögmönnum ok lögréttumönnum á Alþingi
kveöju guös ok vora.
Vitanligt skal yðr vera, að vér höfum séð ok yfirlesið
þann sáttmála ok samþykkt, sem gjör var á millum Hákon-
ar kongs hins kórónaða ok almúgans á íslandi, sem hann
vottar ok hér eftir skrifað stendr.“
Að lokinni uppskrift á Gamla sáttmála skiptir dálítið
um efni og tón. Þar er fyrst lýst trúnaði við konung með
sáttmálans orðalagi og bætt við, að íslendingar séu „lausir,
ef rofið verðr af yðvarri hendi að beztu manna yfirsýn.
Nú fyrir þessa grein, að oss þykir þessi sáttmáli ei svo
haldinn vera sem játað var, fyrir sakir lagaleysi, ofsóknar