Saga - 1965, Page 109
ÚR FRELSISSÖGU SVISS
107
Svisslendinga gagnvart keisaraveldi voru víst engu hag-
stæðari en hlutfall fslendinga innan konungsdæmis síns.
Fyrst mætti spyrja, hvort frelsisbréf ýmisleg, sem
Svisslendingar höfðu náð af keisara eða sett sér sjálfir,
hafi verið þeim öflugri stoð en Gamli sáttmáli og löggjöf,
sem samræmd var honum. Þvert nei við því væri rangt,
Svisslendingar litu á þessi bréf sín sem sóknarvopn. Miklu
veldur, hver á því vopni heldur. Þó hallast ég að því, að
ríkisréttarlega séð, einkum í ljósi skeiðsins 1319—1513
og aftur 1848—1918, hafi ísland verið mun betur statt með
samning sinn en þeir, samfara friði hér, en ófriði þar.
Þessu næst mætti spyrja, hvort orsakir mótaðar þeim
stéttahagsmunum, sem ríktu fyrir 1500, hafi verkað
ógæfulegar hér en í Sviss. Svo mun eigi vera. Að vísu
mun stórbændaíhald eiga hálfa sökina á því, að hinar
miklu fiskveiðar 15. aldar gengu um garð án þess að
mynda vænan kaupstað við Faxaflóa. Þar fór verr en í
Noregi. Bæir margfölduðust í Sviss. En hálf sök þessa hér
var siglingaleysi, sem landafræði skýrir og ég vík brátt
að. Sé spurningin um stéttir einkum sú, hvort sundrung
með þeim hafi valdið sjálfstjórnarmissi lands, væri jafn-
ranglátt að dómfella Svisslendinga og Islendinga í mið-
aldalokin á þeim forsendum.
Lítum á hagi stétta í Sviss fyrst. Óvíða í Evrópu tókst
eins snemma og þar og nærri átakalaust að færa stétta-
skipun í form nýju aldanna, hrinda af sér háaðli og prelát-
um, en samlaga alþýðlegri klerka og lágaðal starfsamri
borgarastétt, sem hugði sig hvorki geta lifað né verzlað
nema í frjálsu Sviss. Dauðateygjur lénsskipulagsins voru
þannig ummyndaðar í djarft stríð gegn Habsborgurum og
þjónustuaðli þeirra. Lína rakin frá uppreisnarsamtökum
skógarbænda 1291 til franskrar byltingar 5 öldum síðar
kennir manni að meta hvern smáan áfanga á heimssögu-
legan kvarða. Franska hugtakið „þriðja stétt“ = hinn
starfandi hluti þjóðarinnar — var t. d. í berri mótsögn
við alla starfsstéttaskipting, en mótað með hliðsjón af