Saga - 1965, Qupperneq 110
108
BJÖRN SIGFÚSSON
Sviss. Það gat gerzt án þess, að neitt hefði hvarflað að
mönnum í Sviss að efna til stéttlauss þjóðfélags eða inn-
leiða nokkrar róttækar þjóðfélagshugmyndir yfirleitt. Með
talsverðum rökum mætti halda því fram, að illar tilvilj-
anir og ógæfuverk hugsunarlítilla skæruliða hafi verið
hið eina, sem knúði keisara og Austurríkismenn í hefndar-
stríð gegn Sviss 1386 og olli mannfrekri orustu við Sem-
pach, en með því voru brotnar allar brýr, sem áður lágu
til sátta. Meirihluti Svissbúa og þar með Eiðbræðra hefði,
ef hvors tveggja var kostur, viljað spara sér að þurfa að
heyja hina dýru frelsisbaráttu öldum saman og sumir víst
litið á hana sem slys og misreikning. Mikil var tiltrú Sviss-
lendinga til keisaraembættisins, unz Maximilian I. eyddi
tiltrúnni. Tiltrú Islendinga til konungsvalds, sem hafði
þann kost að sitja í órafjarlægð frá landinu, en vernda það
fyrir enskri hertöku með því að hóta stöðvun Bretasiglinga
um Eyrarsund, var engu órökstuddari tiltrú. Stéttahags-
munir voru í hvorugu landinu ósamrýmanlegir sterku,
sanngjörnu þjóðhöfðingjavaldi. Sannfærast má um það
með því að líta um öxl til atburða og mótmæla, sem að
framan hafa verið tilgreind við árin 1291, 1301—1306,
1315, 1319, 1351, 1370, 1375, 1433, 1496, 1499, 1502,
1513. Lesendur mættu vel rifja upp, hvað ártölin tákna.
Eftir að stórættaveldi 13. aldar lauk og niður hjaðnaði
háaðall sá, sem virtist vera að myndast með Gizuri jarli
og hugsanlegum pólitískum arftökum hans, var stéttaskip-
un hér hagstæð til þess eins og í Sviss, að þjóðin gæti staðið
óklofin gegn því, að hér kæmu erlendir embættismenn eða
skattpíning yxi, að hér kæmu átthagafjötrar og kvaðar-
vinna og annað það, sem t. d. Svisslendingar voru að hrinda
af sér. Sýslumenn báru hér heitið bóndi, vildu ekki missa
það, og hneigðin til að skríða fyrir kóngsmönnum og kóngi
var aldrei eins útbreidd hér eins og hæfilát konunghollusta
var. Yfirstéttareðli helztu klerkanna varð hér stundum
féfrekt, en að mörgu leyti átti landsfrelsið stoð í klerkum,
eins og tíðast var í Sviss.