Saga - 1965, Page 111
ÚR FRELSISSÖGU SVISS
109
Hér urðu aldrei neinar dauðateygjur lénsskipulags, það
dó án þess. Fyrir bragðið er enn ósennilegra en ella væri,
að innlendir stéttaárekstrar, sem eru að vísu til á öllum
öldum, hafi valdið verulegu landstjóni og það skýri stjórn-
málahnignun Islendinga þá öld, sem þeir voru að brotna
niður fyrir fyrstu lútersku kóngunum.
Þriðja meginspurningin er, hvort versnandi utanlands-
verzlun ásamt aukinni drottnunaraðstöðu Danavalds hafi
úrslitum ráðið eftir siðaskipti. Svo mun vera. En í stað
almennrar fullyrðingar væri þarft að meta sem hlutlægast
hvern þátt fyrir sig í þjóðlífinu, og mundi flest af því eiga
heima utan við afmörkun þesarar greinar. Samanburður
við Sviss veitir tilefni til að segja, a'ð þróttarskortur hér
og stefnuhvarfaviðburðir erlendis 1536 og síðan gætu
virzt einu skýringarnar á því, að hin mikla viðreisnaröld
Vesturlanda varð hér til böls, en tæplega nokkurs fram-
dráttar.
Islandssaga var þá sem á öllum umrótstímum jaðar ev-
rópskrar sögu. ísland hefði komizt í nýlendunotkun ein-
hverra, þótt ekki hefðu Danir orðið til þess. Það er lögmál í
almennri landfræðilegri söguskýringu, að jaðarlöndum sé
þá hvað mest hætt við meini, þegar stóru löndin sækja
fram sem fastast til verzlunar og drottnunar. Meinið felst
engu minna í einangrun og verzlunarhalla en í beinum yfir-
gangi hinna stærri og miðlægari sjóvelda. í Sviss varð mik-
úl hagur að verzlunarblómgun stórþjóða í kring, þær urðu
að senda vörur sínar gegnum landið, enda keyptu drjúgt
vörur þess. Aðstaða til að einoka verzlun var þar ekki til.
Samanburður við það land leiðir að því rök, að fram
yfir 1500 hafi Island átt bæði uppreisnarrétt sinn sam-
kvæmt Gamla sáttmála og nokkurn vilja til að bjóða
drottnurunum byrginn, vilja sem trautt finnst lífsmark
Weð 1600—1848. Hefði þjóðin eflzt á landi og fiskimiðum
í stað þess að dvína, hefði vilji e. t. v. enzt á 16. öld til sigur-
sællar baráttu um ráð yfir innanlandsmálum og verzlun
út á við. Kraftaverkið gerðist ekki.