Saga - 1965, Page 115
MINNISGREINAR UM PAPA
113
legum fróðleik, sem varðar uppruna Papanna. í því
skyni að geta helgað mig þessu verkefni sótti ég um
styrk úr Vísindasjóði, en fékk synjun. Ég treysti mér ekki
til að hefja þessar rannsóknir þá, án þess að til hefði
komið fjárhagslegur styrkur, og því hætti ég við það og
lagði Papana algerlega á hilluna. Nú þykir mér ósenni-
legt, að ég geti nokkurn tíma látið verða af þessari rann-
sókn þar sem ýmiss konar annir og aðkallandi verkefni
bíða mín. Hins vegar hefur mér dottið í hug, að uppkast
að athugunum mínum um vandamál Papanna gæti orðið
öðrum fræðimönnum að einhverju liði, ef þeir hafa áhuga
á og aðstöðu til að leggja stund á Papa-fræði. En grein
Einars Ól. Sveinssonar eru svo efnismikil og vel kunn, að
sjálfsagt er að leggja hana til grundvallar.
2. íslenzkar heimildir um Papa eru tvenns konar: rit-
aðar heimildir og örnefni. Rituðu heimildirnar styðjast þó
einnig við örnefni. Til Papa er vitnað bæði í Islendinga-
bók Ara fróða og í Landnámugerðum þeim, sem varð-
Veittar eru. Þessar heimildir munu þó ekki vera óháðar
hvor annarri, eins og sést á eftirfarandi samanburði á
íslendingabók Ara og Sturlubók:
íslendingabók:
Þá voru hér menn kristnir,
þeir er Norðmenn kalla
Papa. En þeir fóru síðan á
hraut, af því að þeir vildu
ekki vera hér við heiðna
öienn, og létu eftir bækur
írskar og bjöllur og bagla.
Af því mátti skilja, að þeir
voru menn írskir.
Sturlubók:
En áður Island byggðist af
Noregi, voru þar þeir menn,
er Norðmenn kalla Papa.
Þeir voru menn kristnir, og
byggja menn, að þeir hafi
verið vestan um haf, því að
fundust eftir þeim bækur
írskar, bjöllur og baglar og
enn fleiri hlutir, þeir er það
máttu skilja, að þeir voru
Vestmenn.
8