Saga - 1965, Side 116
114
HERMANN PÁLSSON
Náskyld frásögn kemur fyrir 1 Noregssögu Theodoric-
usar munks, en það verk mun hafa verið skráð seint á
12. öld. Samsvarandi kafli hljóðar þar á þessa lund (þýð-
ing Einars Ól. Sveinssonar): „Og þá fyrst var tekið að
byggja það land, sem vér köllum ísland, nema hvað
ætlað er, að fáeinir menn frá eynni Hiberníu (írlandi),
það er Bretlandi hinu minna, hafi verið þar áður, og
ráða menn það af ýmsum gögnum, nfl. bókum þeirra og
nokkrum áhöldum, sem fundust."
Eins og Einar Ólafur bendir á, þá svipar þessari frá-
sögn mjög til kaflans í Islendingabók, en ég fæ ekki betur
séð en henni svipi ekki síður til Landnámabókar. Ská-
letruðu orðin hjá Theodoricusi eru að minnsta kosti
keimlíkari Landnámu-stílnum (bjöllur og baglar og enn
fleiri hlutir) en orðalagi Ara. En þar sem ég hef ekki
frumtexta Theodoricusar við hendina, mun ég ekki ræða
þetta mál frekar. Hins má þó geta, að kaflinn um Papa
hefur vel getað verið í Frumlandnámu, og þá mætti hugsa
sér, að Ari hafi fyrst skráð Papaþátt sinn þar. Hér er á
þetta drepið í því skyni að minna á tvennt: í fyrsta lagi
rittengslin milli Landnámu og íslendingabókar, að svo
miklu leyti sem þau varða Papa, og á hinn bóginn þykir
mér fræðimenn ekki gera nægilega mikið ráð fyrir þeim
möguleika, að íslendingabók Ara sé allmiklu yngra verk
en Frumlandnáma. Ef vér hugsum oss til að mynda, að
Ari hafi byrjað á Landnámu-ritun sinni um aldamótin
1100 (eða um það leyti sem tíundarlögin eru lögtekin), þá er
stofninn í Landnámu röskum tveim áratugum eldri en
íslendingabók hin eldri og hartnær fjórum áratugum
eldri en hin varðveitta gerð Islendingabókar. En að
sjálfsögðu verður ekkert staðhæft um aldur Frumland-
námu, nema ný gögn komi fram.
En hverjar voru heimildir Ara? I fyrsta lagi hefur hann
þekkt ömefni, sem dregin eru af heiti Papa. Einar Ólafur
hefur talið upp öll slík örnefni, sem varðveitzt hafa hér
á landi, en þau eru þessi: Papey (getið í Hauksbók Land-