Saga - 1965, Page 117
MINNISGREINAR UM PAPA
115
námu, sem segir, að munir eftir þá hafi fundizt þar) .
PapafjörSur (sbr. Papaós á síðari öldum). Papýli (getið
í Hauksbók Landnámu. Þar áttu minjar að hafa fundizt
eftir Papa, eins og í Papey, og auk þess minnist Hauks-
bók á Breiðabólstað og Hof í Papýli. Ekki er fullvíst um
hverja staði þar er að ræða, og fræðimenn eru ekki á
einu máli um, hvort átt sé við Síðu eða Suðursveit. Mál
þetta er enn óleyst). Papi hét hylur í Dölum, og Papafell
er við Hrútafjörð vestanverðan. önnur Papa-örnefni eru
vafasöm.
Þótt Ara hljóti að hafa verið kunnugt um Papa-ömefni
og sé manna vísastur til að draga augljósa ályktun af
þeim um bústaði Papa, þá verður einnig að gera ráð fyrir
naunnlegum arfsögnum. Nú vill svo vel til, að leiða má
nokkrar getur að því, hvernig Ari hefur getað numið fróð-
leik um Papa á Síðu. 1 Sturlubók segir svo um Ketil
fíflska: „Ketill bjó í Kirkjubæ. Þar höfðu áður setið Pap-
ar» og eigi máttu þar heiðnir menn búa. Ketill var faðir
Ásbjamar, föður Þorsteins, föður Surts, föður Sighvats
lögsögumanns, föður Kolbeins.“ Ketill kom hingað krist-
inn frá Suðureyjum, og afkomendur hans voru allir kristn-
ir og sátu á Kirkjubæ að minnsta kosti fram á 11. öld.
I sumum frásögnum er sá munur á ættartölu, að Þor-
steinn er talinn Ketilsson og Ásbjörn sonur Þorsteins.
Og í Kristni sögu vantar Þorsteinn alveg í hana. Hvað
sem því líður, þá má ætla, að minningin um Papa hafi
varðveitzt með Kirkbæingum, og það er til Surts í Kirkju-
bæ, að Þangbrandur fer í kristniboðsför sinni vestur. Frá
Katli fíflska að Sighvati lögsögumanni (1076—1088) eru
ekki ýkja margir ættliðir, því að Sighvatur er fjórði mað-
Ur Katli, þótt mikið skilji á um aldur þeirra. Ekki er
vitað með vissu, hvenær Sighvatur Surtsson féll frá, en
okki má ósennilegt þykja, að það hafi verið um 1084,
Þegar Markús Skeggjason tók við lögsögu. Ari fróði
gat því hafa þekkt Sighvat lögsögumann, því að Ari er
fseddur um 1067 og hefur því verið um það bil sextán