Saga - 1965, Page 118
116
HERMANN PÁLSSON
eða sautján vetra að aldri, þegar Sighvatur féll frá. Þó
þykir mér sennilegra, að heimildarmaður Ara hafi verið
Kolbeinn Sighvatsson. Það er eftirtektarvert, að ættar-
tölunni í Sturlubók lýkur með Kolbeini, og svo mun hafa
verið í Frumlandnámu. En í Hauksbók er önnur ætt
rakin frá Sighvati lögsögumanni: (hann var faðir) Fleins,
föður Guðrúnar, móður Narfa og Loðmundar Skeggja sona.
Hér er auðsæilega um síðari viðbót að ræða, en í Frum-
landnámu hefur verið rakin ætt niður til samtímamanns,
og hafa þeir Kolbeinn Sighvatsson og Ari fróði verið sam-
tíða um alllangt skeið.
3. 1 riti sínu gerir Einar Ól. Sveinsson nokkra grein
fyrir Pöpum utan íslands, og er þá enn stuðzt við skráðar
heimildir og örnefni. Hér er ekki staður til að ræða með-
ferð hans á írskum heimildum, nema að litlu leyti, en þó
þykir mér rétt að árétta það, sem ég hef þegar drepið á,
að hann tekur með í spjall sitt ýmsa þætti, sem eiga naum-
ast heima í riti um Papa. Og á hinn bóginn láist honum
að geta helztu heimildar íra um tilvist Papa þar í landi.
Um það mun ég ræða lauslega síðar.
Einar Ól. Sveinsson vitnar í norska ritið Historia Nor-
vegiæ, sem talið er vera ritað á 12. eða 13. öld, og fræði-
mönnum gengur mjög illa að tímasetja með nokkurri ör-
uggri vissu. I riti þessu er svofelldur kafli um Papa í
Orkneyjum (þýðing Einars Ólafs): „fyrst bjuggu á
þessum eyjum Péttar (Peti) og Papar.............. Papar
hlutu nafn af hvítum klæðum, sem þeir klæddust eins og
klerkar; því eru allir klerkar kallaðir „papar“ á þjóð-
versku. Ein ey, Papey, er kennd við þá. En eins og ráða
mátti af klæðnaði þeirra og letri bóka þeirra, sem þeir
skildu eftir, voru þeir frá Afríku, gyðingatrúar." Eins
og Einar Ólafur leggur áherzlu á, þá er margt að athuga
við þessa frásögn. Ég fæ þó ekki betur séð en að hér sé uffl
að ræða lýsingu, sem gæti verið sótt í rit (íslenzk eða
norsk) um Papa, en við þá lýsingu er svo aukið hugar-
burði og lærðum þvættingi. Eins og í íslenzkum heimildum