Saga - 1965, Side 119
MINNISGREINAR UM PAPA
117
eru örnefni kennd við Papa, og eins og íslenzkar heimildir
og norski munkurinn Theodoricus geta um, þá skilja þess-
ir menn eftir sig bækur. Hinn norski höfundur Historiæ
hefur að nokkru leyti beitt Papa-lýsingum frá Islandi við
Orkneyja-lýsingu sína, að því er sennilegast má þykja.
4. Um örnefni, sem kennd eru við Papa í löndum ut-
an Islands, hefur Einar Ólafur ritað alllangt mál, en hér
vantar þó mikið í. Hann getur eins Papa-örnefnis á eynni
Mön, fjögurra í Orkneyjum, segir réttilega, að fjöldi ör-
nefna sé kenndur við Papa í Hjaltlandi, og tilfærir af þeim
nokkur, og loks nefnir hann eitt Papa-örnefni í Færeyjum.
Framan við þessa greinargerð um örnefni hefur Einar
Ólafur svofelldan inngangskafla: „Mesta vitneskju um
staði Papanna gefa þau örnefni, sem geyma þann nafn-
lið. Má eftir þeim rekja slóð þeirra allt sunnan frá eynni
Mön út til lslands.“ Rétt er það hermt, að slóð Papanna
verður rakin eftir örnefnum frá Mön til Islands, en und-
arlegt má það heita, að í svo ýtarlegu riti um Papa skuli
hvergi vera minnzt á neitt örnefni alla leiðina frá Mön
til Orkneyja. Hér þykir mér rétt að staldra við og hyggja
nokkuð að þessari yfirsjón og fylla í skarðið, eftir því
sem þekking mín á Papa-örnefnum hrekkur til.
Á eynni Mön er örnefnið Glen Faba, eins og EÓS getur
um, og síðara orðið er auðsæilega Papá. Hér má minna á,
að Paparnir virðast hafa lagt stund á veiðar í ám, eins
°g hylsnafnið Papi ber með sér. Og þær eru ófáar árnar
á íslandi, sem kenndar eru við írska menn: írá, írafoss,
Kjallalcsá, Keransfoss o. s. frv.
Mér er einungis kunnugt um eitt Papa-örnefni á megin-
landi Stóra-Bretlands: Papcastle í Kumbaralandi í Norð-
vestur-Englandi. Þess er getið í skjallegum heimildum
þegar um 1200 (Papcaster), og eins og rökstutt er í 21.
bindi af ritum örnefnafélagsins enska (The English Place-
Qame Society), þá hlýtur fyrsti liður örnefnisins að vera
orðið Papi. Hins vegar er virkið sjálft miklu eldra og staf-
ar ^rá tímum Rómverja. Papa-borg þessi er því ekki kennd