Saga - 1965, Síða 120
118
HERMANN PÁLSSON
við mannvirki, sem Papar gerðu sjálfir, heldur hlýzt nafn-
giftin sennilega af því, að Papi (eða Papar) hefur tekið
sér bólfestu við hið forna virki eða framið einhvem
annan verknað þar.
örnefni þetta kemur engan veginn á óvart í Kumbara-
landi. Hér um slóðir gætir mjög írsk-norrænna áhrifa, eins
og augljóst er af örnefnum. Virðist allt benda til þess, að
Irar hafi slæðzt til Kumbaralands með norrænum inn-
flytjendum. Hvað sem því líður, þá er ekki rétt að sleppa
þessu örnefni, þegar fjallað er um feril Papa, en þó hefur
Einar Ólafur ekki tekið það með í ritgerð sinni.
Eins og alkunnugt er, þá telja menn stundum, að ör-
nefnið Papýli hafi upphaflega verið Papabýli, en Einar
Ólafur gerir réttilega ráð fyrir því, að frummyndin sé
Papbýli. Margt bendir í þá átt, að svo hljóti að vera.
Það mun heyra til undantekninga, að styttingar á borð við
Papabýli = Papýli hafi átt sér stað í íslenzkum ömefn-
um. Og í öðru lagi bendir enska örnefnið Papcaster til þess,
að orðið Papi geti komið fyrir í stofnsamsetningum, þótt
eignarfallsmyndin papa sé einnig til staðar í öðrum sam-
setningum (Papafell, Papafjörður). Hins vegar verður
ekki fullyrt um þau örnefni, sem síðari liður þeirra hefst
með sérhljóði (Papey, Papá), hvort þar sé um stofn orðs-
ins og eignarfall að ræða, enda skiptir slíkt varla máli.
5. í ritgerð sinni minntist Einar Ólafur ekki á neitt
suðureyskt Papa-ömefni, og er það vissulega mikil yfir-
sjón. Án þess að hafa þau í huga er ekki hægt að rekja
slóð Papanna frá Mön til Islands. Mér er alls kunnugt
um tíu örnefni í Suðureyjum, sem eru samsett með orð-
inu Papi. Þar eru fimm Papeyjar, þrjú Papýli, einn Papa-
dalur, og loks er til eitt Papanes. Um þessi örnefni er rétt
að taka það fram, að vel má vera, að fleiri komi í ljós, þeg-
ar nafnarannsóknir í Suðureyjum eru lengra á veg komn-
ar, en eins og sakir standa verðum vér að láta vitnis-
burði þessara tíu nægja okkur að sinni.
Eftirtektarvert er, að örnefnið Papýli kemur þrívegis