Saga - 1965, Page 121
MINNISGREINAR UM PAPA
119
fyrir í Suðureyjum: í Ljóðhúsum, Norður-ívist og Tar-
ansey. Auk þess voru til að minnsta kosti tvö Papýli í
Orkneyjum og eitt hérlendis. Nú hagar svo til landslagi
á þessum stöðum, að þar horfir til suðurs, og minnir slík
lega á afstöðu Papýlis á Islandi, hvort sem hún hefur
verið í Suðursveit eða á Síðu.
Suðureysku Papeyjarnar eru á þessum stöðum: vestan
við Ljóðhús eru Stóra og Litla Papey, önnur Papey er
^nilli Ivistar og Héraðs, hin þriðja við Suður-ívist, fjórða
í Barreyjum og loks hin fimmta norðaustan við Skíði.
Papanes er á Bjarnarey vestan við Ljóðhús, og Papadal-
Ur á eynni Rhum fyrir sunnan Skíði.
Hins vegar kemur ekkert Papa-nafn fyrir í öllum syðri
hluta eyjanna. Hvernig stendur á þessari dreifingu Papa-
Qafna? Er það einber tilviljun, að ekkert örnefni skuli
vera kennt við Papa á öllu eyjasvæðinu frá Mön til ytri
hluta Suðureyja og Skíðis? Þetta er svo merkilegt fyrir-
bseri og varðar raunar ekki einungis norskt landnám í
Suðureyjum, heldur kemur það Pöpum og Iandnámi Is-
lands einnig við, að sjálfsagt er að ræða það nokkuð. Að
sjálfsögðu geta ýmsar skýringar komið til greina á þessu
fyrirbæri, en ég hef í stuttu máli hugsað mér vanda-
malið á þessa lund: Þegar víkingaöldin hefst, eru innri
°g syðri hlutar Suðureyja löngu komnir undir áhrif Ir-
hinds, svo að íbúarnir eru þar orðnir löngu kristnir og
frskumælandi, enda hlutu þeir einnig að verða fyrir stöð-
ugum áhrifum frá hinu kristna, írska ríki á vesturströnd
Skotlands. Syðri hluti eyjanna er með öðrum orðum hluti
uf menningarveldi Ira. Þar var engin þörf á trúboðum. En
u ru máli gegnir um ytri hluta eyjanna. Þítr hefur að
ó lum líkindum ríkt péttnesk menning, að minnsta kosti
u einhverju leyti, og vafasamt er, að allir íbúarnir þar
hafi verið fullkristnir fyrir upphaf víkingaaldar. Til
V^sara eyja 'eita svo einsetumenn og trúboðar. Hér er þó
e i einungis um að ræða andstöðu milli kristni og heiðni,
e hur ekki síður átök milli tveggja sundurleitra menn-