Saga - 1965, Page 122
120
HERMANN PÁLSSON
ingarsvæða. Irsk menning er í mikilli útþenslu um þessar
mundir, og péttnesk menning á undanhaldi að sama skapi.
Og það er einmitt á péttneskum svæðum, Hjaltlandi, Orkn-
eyjum og ytri hluta Suðureyja, að Papanna verður vart,
áður þeir sigla keipum sínum til óbyggðra landa í norðri:
Færeyja og íslands.
Þessa tilgátu mína hef ég reynt að rökstyðja nokkuð
í fyrirlestri, sem enn er óprentaður, en ekki er unnt að
rekja þetta til neinnar hlítar, nema gefinn sé gaumur að
þróun írskrar kirkju og útþenslu á tímabilinu frá því á
sjöttu öld og fram undir 800.
Hin suðureysku örnefni eru sérstaklega mikilvæg fyrir
Papa-sögu vora, því að Papa-örnefnin hérlendis munu að
öllum líkindum vera gefin eftir suðureyskum fyrirmynd-
um, fremur en orkneyskum eða hjaltneskum. Að minnsta
kosti er getið um ýmsa landnámsmenn, sem komu hingað
frá Suðureyjum, en harla fáir virðast hafa komið frá
Orkneyjum eða Hjaltlandi. Hér má lauslega minnast þess,
að suðureysk örnefni yfirleitt munu reynast íslenzkum
sagnfræðingum engu lítilvægari við rannsóknir íslenzkra
ömefna en staðaheiti á Hjaltlandi og Orkneyjum. Þetta
er að sjálfsögðu eðlilegt. Bæði er, að hingað fluttust menn
frá Suðureyjum, og er því hægt að gera ráð fyrir svip-
uðum nafnavenjum, og á hinn bóginn munu Orkneyjar
og Hjaltland hafa verið numin af Norðmönnum, áður en
landnám þeirra á Islandi og Suðureyjum hefst, enda er
það alkunna, að í Hjaltlandi koma fyrir mjög fornleg
örnefni.
6. Um uppruna orðsins Papi segir Einar Ól. Sveinsson:
„Orðið Papi mun komið af írska orðinu pob(b)a, pab(b)a>
sem haft var um einsetumenn eða munka.“ Orðmyndimar,
sem hann velur til sýnis, virðast vera teknar af klaufa-
legu handahófi, að minnsta kosti er mér ekki kunnugt
um slíkan rithátt orðsins. I þeim írsku ritum, sem ég þekki
og geta Papa, er nafn þeirra stafsett: pap, pupu (þessar