Saga - 1965, Side 125
Faðerni Brands lögmanns Jónssonar
Fræðimenn hafa fjallað nokkuð um faðerni Brands lög-
manns Jónssonar. Árni Magnússon á, að sögn Jóns háyfir-
dómara Péturssonar, að hafa talið Brand vera son Jóns
Arnfinnssonar riddara, en hann segir, að bæði hafi Hann-
es biskup efazt um þetta og eins gæti það þá ekki staðizt,
að þeir bræður Arnfinnur sýslumaður og Finnbogi hefðu
verið synir Jóns Finnbogasonar og Steinunnar Arnfinns-
dóttur, sem Jón Pétursson segist þó hyggja, að rétt sé,
og enn heldur Jón, að það sé mjög óvíst, að Brandur lög-
maður hafi átt nokkurn bróður, er Finnbogi hafi heitið.
Niðurstaða Jóns Péturssonar er sú, að faðerni Brands sé
með öllu óvisst.1) Dr. Hannes Þorsteinsson, þjóðskjala-
vörður segir í athugasemdum sínum við Skarðsárannál
svo: „Af ummælum Brands í þessari sögusögn (eða þjóð-
sögu) hefur verið talið víst, að hann og Finnbogi hafi
verið bræður og synir séra Jóns Pálssonar Maríuskálds,
en það getur alls ekki verið rétt, því að Brandur lögmað-
er eldri en svo, að hann geti verið son séra Jóns, en vel
getur verið, að þeir Finnbogi hafi verið náskyldir. Finn-
öogi varð ekki lögmaður næst eftir Brand 1478, heldur
1484.“!) Steinn dofri, ættfræðingur, segir í lagfæringum
°& viðaukum við V. b. fornbréfasafnsins (D. I.) bls. 824—
827, m. a.: „Um ættfærslu Brands lögmanns Jónssonar,
1 registri þessa bindis, er þess að geta, að við nánari at-
luganir hefi ég fundið góð rök fyrir því, að Brandur hafi,
ems og þar er bent á, verið sonur Jóns Ketilssonar, en ekki
sonur Jóns prests Maríuskálds (d. 1471) Pálssonar, eins
P Sýslumannaævir I, bls. 170 nmgr.
21 Ann. I, bls. 73.