Saga - 1965, Page 127
FAÐERNI BRANDS LÖGMANNS
125
ur væri samt; ei fékkst það af honum. Spurðu þá fyrir-
menn landsins, hvern Brandur vildi í sinn stað kjósa. Þá
mælti Brandur: „Finnboga bróður minn veit ég lögvitr-
astan mann í mínu umdæmi, en þér skuluð ábyrgjast
hvað réttdæmur sé“. Höfðingjar kváðu það að sköpuðu
skeika mundu, og var Finnbogi þá til lögmanns kjörinn
og kosinn. En Brandur lögmaður hélt svari fyrir mann-
inn, er í málið rataði, svo hann kom bótum fyrir sig, og
styrkti hann allvel, bæði til máls og fébóta".1)
Nú er það kunnugt úr gömlum ættabókum og staðfest-
ist skýrt af fornbréfum, að Finnbogi lögmaður í Ási Jóns-
son var sonur síra Jóns Maríuskálds Pálssonar og Þór-
unnar Finnbogadóttur gamla í Ási í Kelduhverfi Jóns-
sonar. Eftir þessari heimild ætti Brandur því að vera
sonur síra Jóns Pálssonar, með því að alveg er víst, að
hann getur ekki verið sonur Þórunnar Finnbogadóttur,
enda er um 30—35 ára aldursmunur á Brandi og Finn-
hoga, eftir öllum þeim líkum að dæma, sem kunnar eru
um aldur þeirra. Ef Brandur hefði verið sonur Þórunn-
ar Finnbogadóttur, hefðu þau hjónin Arnfinnur Jónsson
Finnbogasonar gamla og Guðný Steinsdóttir Brandsson-
ar lögmanns verið að 2. og 4. að frændsemi og hefðu ekki
uiátt eigast.
önnur heimild, sem kann að vera byggð á Skarðsár-
annál, en þarf alls ekki að vera það, er ættabók Jóns sýslu-
uianns í Búðardal Magnússonar, bróður Árna. Hann tel-
Ur Brand lögmann fullum fetum son síra Jóns Páls-
sonar, en fer lengra og telur hann einnig son Þórunnar
Finnbogadóttur. Móðerni Brands er líklegt að hann hafi
gizkað á, enda höfðu menn á hans tímum ekki svo ná-
kvæmt tímatal, að þeir áttuðu sig vel á aldri manna, sem
lifðu á 15. öld. Fleiri ættabækur frá 17. öld eða byrjun
18. aldar kunna að telja Brand svona til ættar, en ekki
verður þá úr því skorið, hvort þær hafa vitneskju sína
Ur Skarðsárannál eða annarsstaðar að.
!) Ann. I, bls. 72—73.