Saga - 1965, Qupperneq 128
126
EINAR BJARNASON
Ef ekki finnst eldri heimild en Skarðsárannáll, verður
því að reyna að meta hana. Það, sem hinir fyrrtöldu ætt-
fræðingar hafa án efa haft helzt til stuðnings því, að vafi
léki á, að Brandur væri sonur síra Jóns Pálssonar, er
aldursmunur Brands og Finnboga, sem þeim var ljóst,
að hlaut að vera um 30—35 ár, eins og ég hér að framan
tel að verið hafi, og sá áramunur, sem er á milli þess, að
þeirra er fyrst getið í skjölum, sem nú þekkjast, síra Jóns
Pálssonar og Brands. Hins fyrrnefnda er fyrst getið í
skjölum í skýrslu Hannesar Pálssonar, umboðsmanns
Eiríks konungs af Pommern, en þar segir, að árið 1420
hafi Englendingar sært Jón Pálsson prest, ráðsmann dóm-
kirkjunnar á Hólum, svikizt að honum í griðum nálægt
biskupssetrinu Hólum1).
Svo sem Bjöm Þorsteinsson sagnfræðingur segir í rit-
gerð sinni í Skírni 1953, „Sendiferðir og hirðstjórn Hann-
esar Pálssonar og skýrsla hans 1425“, höfðu menn talið,
að hér væri um að ræða Jón nokkurn Pálsson, sem Eng-
lendingar þá hefðu drepið, en réttur skilningur á hinu
latneska orði, sem notað er í skýrslunni um áverkann á
síra Jóni, mun ekki vera sá, að séra Jón hafi verið særður
til ólífis, heldur barinn, höggvinn eða stunginn. Björn
hyggur, að hér sé einmitt um að ræða síra Jón Pálsson
Maríuskáld, sem hér væri þá fyrst nefndur, og er það
mjög sennilegt, og framhald ævi síra Jóns Pálssonar næstu
árin gefur einmitt tilefni til að ætla það. Síra Jón Pálsson
á þá eftir þessu að vera orðinn ráðsmaður á Hólum þegar
árið 1420, og engar líkur eru til þess, að það hafi endi-
lega verið fyrsta ár hans í því starfi. Þótt hörgull hafi
verið á hæfum mönnum í mikilvægar stöður á næstu ár-
unum eftir Svartadauða, er ekki líklegt, að mjög ungum
mönnum hafi verið trúað fyrir ráðsmannsstarfi á bisk-
upsstólunum. Það er því miklu sennilegra, að síra Jón
hafi verið orðinn um 35 ára gamall árið 1420 en að hann
1) D. I. IV. bls. 325—26. Isl. orig. dipl., bls. 250—51.