Saga - 1965, Side 129
FAÐERNI BRANDS LÖGMANNS
127
hafi verið yngri. Hann ætti eftir því varla að vera fæddur
síðar en um 1385, og er ekkert óeðlilegt við það, að neinu
leyti. Hann er enn á lífi 14681), en dánarár hans, sem
talið hefur verið 14712), mun vera ágizkun byggð á því,
að 14. ágúst 1471 gefur síra Þorkell Guðbjartsson yfirlýs-
ingu um það, sem hann hafði lúkt með Grenjaðarstöðum
þegar hann afhenti staðinn í hendur síra Jóni Pálssyni.3)
Af þeirri yfirlýsingu má draga þá ályktun, að líklegt sé, að
síra Jón sé látinn, þegar hún er gefin, en hann gæti hafa
látizt hvenær sem er á tímabilinu síðara hluta árs 1468 til
fyrra hluta árs 1471.
Brands Jónssonar hyggja menn að sé getið fyrst í bréfi
gerðu á Víðimýri 3. nóvember 1426 um dóm, sem dæmdur
var á Þorkelshóli í Víðidal 31. okt. s. á., og er engin ástæða
til að ætla annað en hér sé um Brand þann að ræða, sem
síðar varð lögmaður, enda er enginn annar með því nafni
kunnur frá þessum tímum. Brandur hefur þá hinsvegar
verið ungur, vart eldri en rétt rúmlega tvítugur. Allmiklar
líkur eru fyrir því, að Brandur hafi ekki dáið fyrr en um
1494, og ætti hann þá að hafa orðið fjörgamall, og víst
má telja, að fyrr en um 1405 sé hann ekki fæddur.
Það eru því líkindi til þess, að aldursmunur síra Jóns
Pálssonar og Brands Jónssonar hafi verið heldur meiri en
20 ár, en mjög litlar líkur til þess að hann hafi verið
mmni. Röksemdin, sem þyngst hefur verið á metunum
gegn því, að síra Jón Pálsson hafi verið faðir Brands
íögmanns, er því fallin burtu. Hinsvegar hefur síra Jón
eflaust ekki verið meir en rúmum tuttugu árum eldri en
Brandur, og er auðvitað ekkert óeðlilegt við það.
Sagan, sem Bjöm á Skarðsá segir um Brand lögmann,
®r að öllum líkindum til orðin fyrir hans daga. Hún ber
Pað helzt með sér, að hún sé á loft komin til að láta í það
8 ína, að Finnbogi lögmaður hafi ekki þótt jafnréttlátur
l) D-1. V, bls. 525—26.
2> tsl. æviskrár III, bls. 245.