Saga - 1965, Side 130
128
EINAR BJARNASON
í dómum sínum sem Brandur, þótt enginn hafi efazt um
lagaþekkingu hans, en Brandur hafi verið kunnur að
réttsýni. Menn hafa tortryggt þessa sögu, og eflaust má
gera það að nokkru leyti með réttu, enda er svo mikið
víst, að Finnbogi tók ekki við lögmennsku af Brandi, held-
ur af Hrafni lögmanni Brandssyni, sem gegndi embætt-
inu með miklum skörungsskap, en aðeins fá ár, 1478—1483.
Þegar Hrafn féll frá, sem virðist hafa verið fyrra hluta
árs 1483, hefur Finnbogi verið kjörinn lögmaður á Al-
þingi á því ári, og þá kann Brandur vel hafa sagt orð
þau, sem honum eru lögð í munn í sögunni, eða einhver
þvílík. Þá ætti hann að hafa verið tæplega áttræður og
væntanlega ern og þingfær, með því að hann virðist hafa
lifað enn í um 10 ár, svo sem fyrr segir. Þegar Brandur
er látinn nefna Finnboga „bróður“ sinn í sögunni, er
auðsjáanlega verið að vekja athygli á því, að þótt þeir hafi
verið bræður, hafi Brandur verið talinn réttlátur, en
Finnbogi síður. Þetta atriði og orðalagið: „bróðir minn“
er því ekki að nauðsynjalausu í sögunni, og er áherzla á
því, og hefði verið rengt af samtíðarmönnum sögunnar,
ef það hefði verið rangt með farið, enda þurfti eigi að
nefna ættarsamband þeirra, ef það var ekki einmitt það,
sem sagan telur. Rétt er að gera sér grein fyrir því,
hvort þekkingarleysi hefði getað valdið því, að þeir væru
ranglega taldir bræður, hvort menn, sem voru á bezta
skeiði um miðjan síðari hluta 16. aldar, hafi ekki hlotið
að vita með vissu, hvort þeir voru bræður Brandur og
Finnbogi, og hefðu þessvegna hlotið að rengja söguna að
því er orðalagið „bróður minn“ varðaði, ef það var rangt,
og sérstaklega hvort Björn á Skarðsá hefði ekki hlotið að
verða var við slíka rengingu, ef hún hefði komið fram.
Björn var í fóstri hjá Sigurði klausturhaldara á Reyni-
stað Jónssyni, sem var stjúpsonur Guðnýjar GrímsdótÞ
ur Pálssonar Brandssonar lögmanns. Finnbogi lögmaður
lifði enn, eftir að Guðný komst til vits og ára, og auðvitað
hefur hún vitað og borið þá vitneskju til stjúpsona sinna,