Saga - 1965, Page 131
FAÐERNI BRANDS LÖGMANNS
129
Svalbarðsbræðra, sem kunnir voru fyrir gáfur og lær-
dóm, hvert ættarsamband þeirra Guðnýjar og Finnboga
lögmanns var, ef hann var langafabróðir hennar. M. ö. o.
hefði sagan um Brand aldrei farið órengd til Björns á
Skarðsá, ef Brandur var ekki bróðir Finnboga. Ekki leið
nema hálf öld frá því, að Finnbogi lögmaður lézt, og þar
til er Björn á Skarðsá fæddist, og ef við miðum við nú-
tímavitneskju um frændsemi helztu fyrirmanna landsins,
sem lifðu öld á undan okkur, verðum við að játa, að slík
frændsemi sem Brands og Finnboga hefði ekki farið fram
hjá okkur.Á 16. öld hefur ættrakning til slíkra fyrirmanna,
sem Brandur og Finnbogi voru, að öllum líkindum verið
enn betur grópuð í vitund þeirra manna, sem um slíka
hluti hugsuðu þá, en nú er almennt. Björn á Skarðsá, sem
hefur verið einn helzti fræðimaður sinna tíma, hefur efa-
laust vitað með vissu, hvort þeir voru bræður eða ekki,
Brandur og Finnbogi, og því verður að telja, að þeir hafi
verið það, er hann ber söguna á borð fyrir samtíð sína svo
sem hún er í annálnum.
Frekari vitna þarf í rauninni ekki við, en til þess að
eyða enn betur tortryggni á þessa frændsemi skal nú það
annað tilfært, sem kunnugt er og varðar þetta mál.
Þegar síra Jón Pálsson hafði verið prestur í Skálholts-
biskupsdæmi í nokkur ár og staðarhaldari á Breiðabóls-
stað í Fljótshlíð, eftir að hann hafði hrakizt úr Hóla-
biskupsdæmi í biskupstíð Jóns Vilhjálmssonar, kom að
bví árið 1439, að Gottsvin Skálholtsbiskup, sem jafnframt
fór með biskupsvald á Hólum þá um skeið, setti síra Jón
Pálsson umboðsmann sinn þar og officialis. Síra Jón fór
þá norður frá brauði sínu og umboðum syðra, en sótti Brand
Jónsson suður til að taka þar við umboði „yfir staðnum
a Breiðabólsstað í Fljótshlíð og öllum þeim peningum, sem
til kirkjunnar og staðarins liggja og legið hafa að fornu
nýju. Svo ei síður skal hann hafa umboð yfir Teigi og
Óllum þeim peningum föstum (og) lausum, sem ég hefir
umboðs og meðferðar af Erlendi Narfasyni, frænda
9