Saga - 1965, Blaðsíða 133
FAÐERNI SRANDS LÖGMANNS
131
sá, er bjó á Hofi á Höfðaströnd, og varð síðar lögmaður,
heldur sé hann einhver annar maður, sem þá hvergi
kemur fyrir í skjölum fyrr eða síðar, en þá kemur það
undarlega fyrir sjónir, að dagana 8. og 9. ágúst 1448 er
Gottskálk biskup Kæneksson staddur á Hofi á Höfða-
strönd, heimili Brands Jónssonar, og gefur fyrra daginn
út mjög vinsamlegt kvittunarbréf til sira Jóns Pálssonar
fyrir öllum skilum vegna ráðsmannsstarfs á undanförnum
árum, og síðara daginn staðfestir hann veitingu erki-
biskups til síra Jóns fyrir Grenjaðarstöðum. Hversvegna
eru þessi bréf gefin út einmitt, meðan biskup nýtur gisti-
vináttu á Hofi hjá Brandi Jónssyni, ef ekki var eitthvert
mjög náið samband milli Brands og síra Jóns? Eftir þessa
vitneskju efast menn ekki lengur um það, að það hefur
verið Brandur á Hofi, sem síra Jón fékk umboðið yfir
Breiðabólsstað.
Löngu síðar, 1468, þegar síra Jón Pálsson hafði átt í
útistöðum við Ólaf biskup Rögnvaldsson í nokkur ár og
Pinnbogi sonur hans einnig, verða loks sættir með þeim
þannig, að sonur Brands lögmanns, Páll, sem þá er þegar
kvæntur Ingibjörgu dóttur Þorvarðs á Möðruvöllum í
Eyjafirði Loftssonar, og er orðinn áhrifamaður og auð-
ugur, sættist við biskup fyrir hönd feðganna síra Jóns
°g Finnboga, og lofar Páll biskupi 40 hundruðum „og
þar til að gjöra honum veizlu og gefa honum sæmilegt
þing, eftir því sem hann vildi gert hafa".1)
Það er svo með þessa sættargerð af hendi Páls vegna
sira Jóns og Finnboga sem umboðstöku Brands Jóns-
sonar á sínum tíma á Breiðabólsstað, að beggja þessara
gerninga er helzt að vænta af nákomnu fólki síra Jóni,
bræðrum, sonum eða feðrum.
Ekki má ætla, að Birni á Skarðsá eða einhverjum höf-
Undi sögunnar, sem í annálnum er sögð, hafi verið kunn-
u&t um gerningana eða þeir verið þeim svo hugstæðir,
D- I. V. bls. 525—26.