Saga - 1965, Side 134
132 EINAR BJARNASON
ef þeir þekktu þá, að þeir hefðu af þeim ályktað, að þeir
hafi verið bræður, Brandur og Finnbogi, og má því taka
mikið mark á gildi þeirra til stuðnings fullyrðingunni í
annálssögunni, að þeir hafi verið bræður. Einhver kann
að telja kynlegt, að Brandur, sem var lögmaður á þessum
árum, gangi ekki sjálfur fram fyrir skjöldu vegna föður
síns, en engin ástæða er til undrunar yfir slíku. Ef við
því mátti búast, að málið leysist vel í höndum Páls, sem
auðvitað hefur haft föður sinn að bakhjarli, gat það verið
báðum þægilegra, biskupi og lögmanni, að sættargerðin
færi svo fram sem hún fór.
Það má líklegt teljast, að svo til allar tengdir afkom-
enda Brands og Finnboga fram til 17. aldar séu kunnar.
Hvergi eru þær nánari en að 3. og 5. eða 4. og 5. og má
merkilegt heita, þegar um er að ræða tvær auðugustu
ættir norðanlands og þegar á þeim tímum var leitazt
við að ná sem auðugustu fólki til tengda og vandfundnir
voru auðugir makar, sem þau skilyrði uppfylltu að vera
fjarskyldari en fjórmenningar. Það er engin viðhlítandi
skýring á þessu önnur en sú, að Brandur og Finnbogi hafi
verið bræður, eins og sagan segir. Sú hugsanlega skýring,
að kona Brands hafi verið systir Finnboga og dóttir síra
Jóns Pálssonar kemur ekki heim við hin beru orð ann-
álssögunnar, og verður því að hafna henni.
Sumsstaðar er talið, að fylgikona síra Guðmundar á
Melstað Skúlasonar Loftssonar hafi verið Guðrún dóttir
Brands lögmanns, og svo telur t. d. Jón sýslumaður í Búð-
ardal Magnússon. Elzta heimildin fyrir þessu, sem mér
er kunn, er í ættabókinni í AM 258 fol., bls. 1094, en hún
ber það með sér, að hún er byggð á misskilningi. Hún rugl-
ar þar saman síra Guðmundi Skúlasyni Loftssonar og al-
nafna hans, sem væntanlega var sonarsonur hans, og skjöl
veita vitneskju um, að átti Guönýju Brandsdóttur fyrir
konu. Hér er því rangt farið með og fylgikona síra Guð-
mundar Skúlasonar er jafnókunn eftir sem áður. Skúli
sýslumaður í Húnavatnssýslu var sonur síra Guðmund-