Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 15

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 15
MAGNÚS FINNBOGASON kennari: Menntaskólinn í Reykjavík og erfSavenjur hans Menntaskólinn í Reykjavík er langelzta menntastofnun íslendinga, eins og kunnugt er. Hann er hin eina íslenzka menntastofn- un, sem á sér nokkra verulega sögu, því að saga hans nær í raun og veru allt aftur til 1552, en saga flestra annarra íslenzkra skóla nær aðeins yfir nokkra áratugi eða minna. Árið 1552 gaf Kristján III., Danakonung- ur, út tilskipun þess efnis, að stofnaður skyldi sinn latínuskólinn á hvoru biskups- setrinu, Skálholti og Hólum. Ekki er það ætl- unin að rekja hér sögu þessara skóla, meðan þeir störfuðu á biskupssetrunum, — aðeins skal þess getið, að Skálholtsskóli var fluttur til Reykjavíkur eftir móðuharðindin (1787) og nefndist þá Hólavallaskóli eftir staðnum, sem hann var reistur á, — og hins, að Hóla- skóli var lagður niður árið 1801 og samein- aður Hólavallaskóla. Árið 1805 var Hóla- vallaskóli fluttur að Bessastöðum, og starf- aði hann þar, unz hann var fluttur aftur til Reykjavíkur haustið 1846, og hlaut þá þau húsakynni, sem hann býr enn við. Þannig er Menntaskólinn í Reykjavík beint framhald hinna fornu latínuskóla á biskups- setrunum. Hús það, er menntaskólinn hefst við í, er nú hart nær aldar gamalt og á sér því miklu lengri sögu en nokkurt annað íslenzkt skólahús. En þetta gamla hús á sér einnig aðra sögu, því að það var samkomustaður hins endurreista Alþingis um langt árabil. Þótt saga þessa húss taki yfir stuttan tíma af sögu skólans, er það þó svo fornt, Magnús Fitinbogason. að þar má svo að segja heyra skóhljóð margra liðinna kynslóða, hvenær sem við fá- um lagt við hlustirnar fyrir glym vígaldar þeirrar, sem nú svellur umhverfis okkur. — Um þessi salarkynni, þar sem við, kennarar og nemendur, störfum saman í dag, hefur leið margra hinna ágætustu manna þjóðar- innar legið í nærfellt hundrað ár. Þar hafa þeir átt sína gleði og sínar áhyggjur, sína sigra og sína ósigra, sínar vonir og von- brigði, eins og þið eigið í dag, kæru nem- endur. Þessi langa saga skólans og skólahússins á drýgstan þátt í því, að við hann eru tengd- Skólablaðið 13

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.