Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 18

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 18
GUÐJÓN HANSEN, 4. B: SKÓLASELIÐ Það var að kvöldi dags fyrir um 30 árum, að bátur kom að landi norður á Ströndum með fullfermi af fiski. Þar eð báturinn var ekki sem traustastur, var maður fenginn til að vaka um nóttina, og átti hann að vekja bátsverja og aðra, ef veður breyttist eða annað kæmi fyrir. Morguninn eftir, þegar menn vöknuðu, var báturinn hvergi sjáan- legur, en karlinn enn á vakt. Var hann hinn sprækasti og sagði: „Betur fór ég vakti, því skektan er sokkin.“ Mér virðist, að undanfarin ár hafi mörg- um okkar menntaskólanemenda farið eins og karlinum, þegar sel okkar hefur átt í hlut. Ef til vill hefur þetta verið afleiðing þess, að skólinn var tvískiptur um tíma, hafði húsaskjól í óþökk þeirra, sem húsum áttu að ráða, og nemendur áttu fullt í fangi með að halda þeim einkennum og erfðavenj- um, sem höfðu verið að skapazt í skólanum í marga áratugi, og verja þær glötun. Selið er nú orðið sex ára gamalt. Tildrög- in að byggingu þess voru þau, að allmikið var um hópferðir nemenda út úr bænum, en erfitt var að fá húsaskjól um nætur fyrir slíka hópa, og var því venjulega komið heim að kvöldi. Var því brýn þörf fyrir, að nem- endur fengju einhvern náttstað. Rektor fór utan 1937 og kynnti sér þá skólasel á Norð- urlöndum. Veturinn 1937—38 var síðan haf- izt handa um byggingu selsins, og störfuðu nemendur kappsamlega bæði með því að safna fé og vinna við sjálfa bygginguna. Við hernámið færðist svo deyfð yfir allar framkvæmdir í selinu. Nemendur virtust ekki gera sér ljóst, að nokkurra frekari um- Guðjón Hansen. bóta væri þar þörf. Það var fyrst síðastlið- inn vetur, að nemendur fengu áhuga á að ráðast í meiri framkvæmdir þarna austur frá, og fyrir forgöngu 6. bekkjar var þá komið upp rafstöð til lýsingar í selinu. Raf- stöð þessi skemmdist allverulega í vetur, og þar eð vafasamt var, hvort varahlutir væru fáanlegir, var þegar brugðið við og fengin ný stöð. Þá hefur verið borað eftir heitu vatni, þar sem hver sá, sem notaður hefur verið til hitunar selsins, var tekinn að kólna. Er ætlunin að nota gamla hverinn í sundlaug, sem núverandi 6. bekkjarráði hefur verið falið að hefja undirbúning að. Er vonandi, 16 Skólablaðið

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.