Skólablaðið - 01.04.1944, Side 20
HALLDÓR SIGURÐSSON, 4. A:
FJALLIÐ HELGA
Heill þér, drottning himinlaga,
heimsins Ijós við blámans lind.
Ljóma geislar dýrra daga,
drauma og vona um glæstan tind.
Hátt þú gnæfir heimi yfir
við hásalanna veldisstól,
vísar öllu leið, er lifir,
lífsins móti dýrðarsól.
Þér fjöregg lífs í faðmi dvelur,
er fólksins geymir leyndarmál.
Hugsjónanna eld þú élur
innst í mannsins djúpu sál.
Þín mynd er flutt í hugarheiminn,
menn hefja til þín augu í lotning.
Hæst þú rís í himingeyminn,
ert hugarsýn og draumsins drottning.
Halldór Sigurðsson.
Þú gerðist tákn, er tímar liðu,
töfrandi rödd í mannsins hjarta,
er mælti’, að hans í hæðum biðu
hamingjuspor um vegu bjarta.
Þeir reistu þér merki morgundagsins,
og mynd þína greyptu helgri rún.
Þá roðaði af bjarma bræðralagsins,
er boðaði sól und fjallabrún.
Og árdegisljóminn lék um byggðir,
um löndin vorsól skein.
Þá leysti úr fjötrum dagsins dyggðir
draumsýn björt og hrein.
Og milli Ijóss og landsins barna
ei lengur skildi duftsins geimur,
lýðsins varð þá leiðarstjarna
lífsins hugsjón: betri heimur.
Hún veitti orku, afl og fjör
og andann svarf til stáls,
og fólkinu bar hún betri kjör
og boðskap hávamáls.
Þeim flytur kveðju friðarboðans,
fána bræðralags,
er sjá í merki morgunroðans
mynd hins nýja dags.
18
Skólablaðið