Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 21

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 21
GUNNAR HELGASON, 6. B: SJÁLFSTÆTT ÍSLAND Miklir og örlagaríkir tímar eru framundan í sögu íslands. Þjóðin á fyrir höndum að end- urheimta fornt frelsi sitt og sjálfstæði að fullu og öllu. Við þessi merku tímamót í sögu landsins væri ekki úr vegi að athuga, hvert færi ísland hefur á að vera raunverulega sjálfstætt. Ekkert land er í rauninni sjálfstætt, nema efnahagur þess sé traustur. Sjálfstæði ein- staklinga og þjóða hlýtur ávallt að hvíla að miklu leyti á óháðum efnahag og styðjast við hann. Við þekkjum dæmi þess í sögunni, hvernig farið hefur fyrir þeim þjóðum, sem ekki hafa búið við efnahagslegt sjálfstæði. Óhætt er að segja, að fyrir styrjöldina hafi íslenzka þjóðin horfzt í augu við þá geig- vænlegu staðreynd að standa á barmi gjald- þrots. Þjóðin átti um tvennt að velja: annað hvort að taka á sig milljónalán hjá ein- hverri stórþjóðinni eða landið yrði hreint og beint gert upp af þeirri stórþjóð, sem í þann mund átti mestar kröfur á hendur okk- ur. Að tilhlutun forlaganna fór þó á hvor- ugan fyrrnefndan veg fyrir fslandi. Stríðið skall á, og úr rættist fyrir okkur. Við tókum að auka sölu fisks til Englands jafnframt því, sem afurðaverð fór hækkandi. Fjölmenn- ur erlendur her settist að í landinu og veitti fjölda manna atvinnu, og atvinnuleysi hvarf með öllu. Straumar aukins peningaflóðs fóru um allar æðar þjóðlífsins. Seðlaveltan marg- faldast, og inneignir fslands í erlendum bönk- um hlaðast upp. En stríðsgróði og stríðs- hagsæld eru skammgóður vermir. Grundvöll- urinn undir fullkomlega sjálfstæðri efna- hagsafkomu íslands í náinni framtíð hefur enn ekki verið lagður. Ekki má byggja undir- Gunnar Helgason. stöðu nokkurs þess, sem á lengi að vara, á sandi. Þá vita allir, hvernig fer. Grundvöll- urinn verður að vera öruggur, „því að traust- ir skulu hornsteinar hárra sala“. Því hefur oft verið haldið fram, að ísland sé fátækt og snautt land, landið sé illbyggi- legt, hrjóstrugt og yfirleitt illa úr garði gert af náttúrunnar hendi. Það er að vísu rétt, að ísland hefur enn sem komið er farið var- hluta af ýmsum þeim efnislegu auðæfum, sem byggt hafa upp mörg ríki og þjóðfélög. En íslendingar hlutu samt sinn skerf. Sá skerf- ur er hinn mikli andlegi auður, sem felst í bókmenntum íslendinga. Sú auðlegð hefur reynzt íslendingum drjúgt vegarnesti á lífs- leiðinni og verið biturt vopn til að halda á loft merki íslands og íslenzkrar menningar. Skólablaðið 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.