Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 22

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 22
En Islendingar sjá betur og betur, eftir því sem fram líður, að land þeirra býr og yfir þeim efniskenndu auðæfum, sem geta gert íslendingum fullkomlega kleift að byggja upp fjárhagslega sterkt ísland. Hér felst hin sérstæða aðstaða íslands. Landið býr yfir þeim tveim meðulum, sem byggja upp sterk- an og öflugan þjóðarauð. Annars vegar er hinn verðmæti, andlegi auður okkar, en hins vegar þau færi, sem við höfum á að færa okkur í nyt þau efnislegu auðæfi, sem landið felur í skauti sér. Til skamms tíma hafa landbúnaður og fiskveiðar verið aðalatvinnuvegir íslendinga. Landbúnaðurinn var í öndverðu svo að segja eina bjargráð landsmanna til að afla fæðis og klæða. En brátt beindust augu manna að sjónum og þeim auðæfum, sem Ægir fól í skauti sér. Sjávarútvegurinn tek- ur að skipa öndvegið. Landbúnaðurinn dregst aftur úr, og afkoma landsins í heild byggist að langmestu leyti á útflutningsvörum sjáv- arútvegarins. Og nú er svo komið, að landbún- aður Islendinga er orðinn fullkomlega ósam- keppnisfær við aðrar greinar atvinnuveg- anna. Um útflutning á afurðum landbúnað- arins getur ekki verið að ræða nema að mjög litlu leyti, meðan þessi atvinnugrein býr við núverandi framleiðsluskilyrði. Endurskipu- leggja þarf allan íslenzkan landbúnað, vélar verða að halda innreið sína og koma í stað gamalla, úreltra áhalda og starfsaðferða. Þá fyrst getum við vænzt framfara í þessum atvinnuveg, svo að við þurfum ekki að eyða erlendum gjaldeyri í að kaupa smjör frá Ameríku o. s. frv. Fram undan liggur fyrir íslendingum að byggja upp land sitt í heild. Sú uppbygg- ing er ærið umfangs- og yfirgripsmikil. Hún útheimtir allt það, sem við höfum yfir að búa. Hörð samkeppni á öllum sviðum fylgir að loknum þeim hildarleik, sem nú er háður í heiminum. Hvernig eru íslendingar búnir undir að mæta þeirri semkeppni? Þegar við lítum okkur nær, komumst við að raun um, að mikið vantar á, að við séum viðbúnir að mæta þeim erfiðleikum, sem fram undan eru. — Afkoma þjóðarbúskaparins í heild hlýtur að langmestu leyti að hvíla á herðum sjávar- útvegarins. Þess vegna ber okkur að róa öllum árum að því að koma styrkum fótum undir þá atvinnugrein. Það er langt frá því, að aðbúnaður þessarar atvinnugreinar sé í samræmi við kröfur tímans. íslenzki fisk- veiðiflotinn er að verða úreltur, flest skipin orðin gömul og geta ekki staðizt samkeppni annarra þjóða eftir stríð. Nýbygging fisk- veiðiflota íslendinga er því brýn nauðsyn. Kaupa þarf ný skip, sem fullnægja kröfum tímans og sæma okkar hraustu sjómanna- stétt. Til skamms tima höfum við flutt mikið af sjávarafurðum okkar út óunnið. Höf- um við selt þessar vörur útlendum þjóðum, sem síðan hafa unnið úr þeim markaðsvörur, er þær hafa selt til annarra landa við mik- inn hagnað. Hér er verkefni fyrir íslend- inga, sem þolir enga bið, en krefst skjótrar úrlausnar. Við eigum að reisa okkar eigin verksmiðjur, fiskiðnaðarverksmiðjur, sem vinna úr sjávarafurðunum þær vörur, sem við svo fyrir eigin milligöngu getum selt á heimsmarkaðinum. Vinna þarf ötullega að því að leita nýrra markaða fyrir þessar út- flutningsvörur Islendinga. Fyrir stríð létum við okkur nægja að leita skammt í þessa átt, en framtíðin mun leiða í ljós, að krafizt verð- ur víðfeðmara sjónarsviðs. Island býr yfir miklum jarðhita. Ótæm- andi möguleikar eru til hagnýtingar þessa orkugjafa, og er sárgrætilegt til þess að vita, hve Islendingar hafa veríð seinheppnir að koma auga á, hvaða auðæfi hér eru fólgin. Alls konar rekstur, iðnaður og garðyrkja geta risið upp á þeim svæðum, sem búin eru þessum náttúrugæðum. Og enn bíða okkar ótæmandi verkefni á sviði virkjunar vatns- aflsins. Talið er, að á íslandi megi auðveld- lega virkja 4 millj. hestafla raforku, og mun það vera meira afl en í víðri veröld, miðað við stærð landsins og íbúafjölda. Allt eru þetta verkefni, sem bíða úrlausn- ar, en krefjast sóknar til átaka. Fyrir stríð var atvinnuleysi á Islandi. Við Islendingar höfum ekki farið varhluta af þeirri ömurlegu fylgju nútímamenningarinn- Framhald á bls. UU. 20 Skólablaðið

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.