Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 25

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 25
FRIÐRIK SIGURBJÖRNSSON: Það er dáinn maður í þessu húsi Smásaga um sumar og sólskin, æskuástir og afbrýðisemi. Ég heyrði það ekki fyrr en í dag. í gær var hann með fullu fjöri, en í dag liðið lík. Það var tilviljun ein, að ég fékk að vita það. Mér varð gengið fram hjá lágreistum timb- urkofa með fjórum hornskökkum gluggum á gaflinum. Þá sá ég, að fyrir einn gluggann var dreg- ið, og um leið sagði mér drenghnokki, að það væri vegna þess, að dáinn maður væri í húsinu. Ég spurði að heiti mannsins, og stráksi sagði hann heita Einar Pálsson. Meira þurfti ég ekki að vita. — Ég vissi, hver hann var. — Mig setti hljóðan augna- blik, en svo brosti ég í laumi og hélt áfram. „Þá var hann farinn,“ hugsaði ég. „Hvar skyldi hann nú hafa lent? Á þeim efra eða neðra?“ Ég var í vafa. Og var það nokkur furða? Ég þekkti Einar Pálsson. Ef til vill hafði enginn þekkt hánn betur en ég. Ef til vill hafði enginn orðið fyrir bitrari reynslu vegna hans en ég. En það er einmitt það, sem mig langar að segja ykkur frá. — Þið skuluð ekki búast við neinum stórtíðindum í sambandi við það. Það verður aðeins sönn saga úr daglega líf- inu. Á yngri árum mínum dvaldist ég oftast í sveit á sumrin. Það var í vinalegum dal með fjöll á tvær hliðar, víðáttu heiðalands- ins á þriðju og opið haf á fjórðu hlið. Til- breytnin í landslagi var geysimikil og varla mögulegt að láta sér leiðast. Það hafði þó komið fyrir, að strákgeml- ingur, sem hafði verið þar til snúninga, hafði strokið heim til sín, en það var aðeins und- antekning, enda piltgarmurinn örverpi og ekki orðinn að manni ennþá. Bæir voru margir í dalnum, og það var fögur sjón að horfa frá Hóli, bænum, sem ég var á, fremst í dalnum, inn yfir, — sjá bláhvíta reykjarmekki liðast hægt og hátíð- lega upp í loftið úr litlum reykháfum bæj- anna. — Slík sjón á fögrum sumardegi, þeg- ar sólskinið stafaði í hafið og loftið fyllti af fuglasöng, fyllti menn friði og sátt við tilveruna og skapara hennar. Á Hóli bjó hreppstjórinn. Hann átti eina dóttur barna á aldur við mig, sem Aðalbjörg Friðrik Sigurbjörnsson. SKÓLABLAÐIÐ 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.