Skólablaðið - 01.04.1944, Page 26
hét. — Kolsvart hár hennar liðaðist niður
á herðar og myndaði unaðslega umgjörð um
drifhvítt andlitið.
Það láir mér víst enginn, að frá því fyrst,
að ég sá hana, leizt mér ljómandi vel á hana.
-----Ég fann það brátt, að við áttum margt
sameiginlegt. Áhugamál okkar fóru víða sam-
an. Við gátum setið tvö ein úti í grænni nátt-
úrunni tímunum saman.
Ég brá henni hálsfestar úr fagurgrænum
fíflaleggjum, en hún prýddi föt mín með ægi-
fögrum brennisóleyjum eða blágresi.----------
Á meðan sagði ég henni sögur um allt milli
himins og jarðar. Ég sagði henni, hversu
ógurlega mikið ég ætlaði að verða, þegar ég
yrði stór, — eiga marga bíla, 2—3 hús og
marga krakka. — Og hún hlustaði á með
athygli. Piltur og stúlka á 15. aldursári hafa
fullt leyfi til að reisa sér loftkastala.
Því að það er satt, sem skáldið segir, að:
,,— svo sem fimmtán ára. — Einmitt þá
vex ástarlífsins fyrsti sumargróði
og vekur sæta, djúpa, djarfa þrá
í draumum vorum, sál og hjartablóði.
Þá verður heimur andans allur nýr
og eins og harpan fái dýpri strengi.
Við leikum fögur ástarævintýr,
þau eru smá, en geymast furðu lengi.“
Og áður en við í raun og veru vissum af,
vorum við orðin kóngurinn og drottningin 1
þessum loftkastala-heimi okkar. Okkur fannst
það svo eðlilegt og sjálfsagt.
Fíflafestunum fjölgaði, loftkastalarnir
hækkuðu, allt var ákveðið og það með, að
engu mætti þar um breyta.
Við vorum nærri orðin það, sem fullorðna
fólkið með lífsreynsluna kallar trúlofuð. —
En oftast kemur skúr eftir skin.----------
Sumarið endaði. Sælan mín á Hóli á blóm-
skrýddum bölum og í lyngi vöxnum lautum
leið á braut. — Ég fór í fyrra lagi frá Hóli.
Þeir þurftu endilega að byrja skólann svo
snemma um haustið.
Ég kvaddi prinsessu drauma minna með
kossi, fyrsta kossinum, sem við höfðum gefið
hvort öðru að fullu vitandi vits um verknað-
inn.------Angurblíð rödd lóunnar, sem var
að kveðja eins og ég, setti svip sinn á um-
hverfið. Allt virtist leika í lyndi. Mig grun-
aði ekki þá, hversu fljótt veður breytast í
lofti.--------
Námið í skólanum fékk mig um stund til
að gleyma sælustundum sumarsins. Minning-
in um angandi blómskrúð og kvakandi sum-
arfugla veittu mér þó alltaf nýjan styrk við
og við við lesturinn. — Og þá settist ég nið-
ur og skrifaði draumadísinni minni bréf. —
Fyrst í stað fékk ég bréf frá henni nokkuð
reglulega. Mér fannst í hvert sinn hjarta
mitt hoppa af gleði, og mér fannst ég finna
angan af blágresi og brennisóley.
í byrjun jólaföstu heyrði ég fyrst þess
manns getið, sem átti eftir að gerbreyta öll-
um áætlunum mínum. Aðalbjörg tjáði mér
einu sinni í bréfi, sem auðsætt var, að skrifað
var í mikilli geðshræringu, að rétt eftir að
ég fór frá Hóli um haustið, hafi komið þang-
að 17 ára piltur, sem hreppstjórinn átti að
kenna dönsku þá um veturinn, auk þess sem
pilturinn átti að aðstoða við gegningar á
heimilinu.-----Pilt þennan nefndi hún Ein-
ar Pálsson.
Ég las það milli línanna, að hálsfestarnar,
sem við Aðalbjörg höfðum brugðið hvort
öðru um sumarið, voru að gefa sig. Ég fann,
að í því myndi Einar þessi eiga nokkurn
þátt. Mér fannst eins og bréfið væri bifu-
kolla ein á við gullnu túnfíflana, hin bréfin,
sem ég hafði fengið.
Svo kom jólaleyfið. — Þá hafði ég ákveð-
ið að leggja leið mína að Hóli og vita vissu
mína, hvað liði loftköstulum mínum og heima-
sætunnar.
Stundu fyrir miðaftan þriðjudaginn milli
jóla og nýárs gekk ég heim traðirnar á Hóli.
Úti sást enginn maður. Ég gekk því rakleitt
að dyrunum og knúði á. Áður en lokið var
upp, opnuðust fjósdyrnar, og ég sá í höfuð
á ljóshrokkinhærðum pilti og vissi á samri
stundu, að þar var Einar kominn.
En á bak við hann sá ég skína í drifhvítt
andlit Aðalbjargar, og ég sá hana lyfta lokk
frá augum sér, einum þeirra, er heillað höfðu
mig svo mjög um sumarið. Ég er viss um,
24
Skólablaðið