Skólablaðið - 01.04.1944, Síða 29
1) uppgötvun þyngdarlögmálsins og
stjarnfræðilegar rannsóknir,
2) ljósrannsóknir,
3) uppgötvanir í stærðfræði.
Sagan segir, að eitt sinn, þegar Newton
lá í garði móður sinnar og hafi séð epli falla
til jarðar, hafi hann grunað, að vera mætti,
að sami kraftur væri hér að verki og sá, sem
ylli því, að tunglið snerist kringum jörðina.
Fjarlægðin frá jarðmiðjunni til tunglsins er
385000 km. eða 60 jarðradíar. Eftir slíkri
braut fer tunglið hringferð sína á 27,3217
sólarhringum. Á hverri klukkustund fer því
tunglið ca. 3680 km. Ef nú sá kraftur, sem
heldur tunglinu í þessari hringhreyfingu,
hætti verkun sinni, mundi tunglið hendast
út í himingeyminn eftir snertilínu frá hring-
braut sinni samkvæmt tregðulögmálinu. Þá
mundi það fjarlægjast jörðina um 0,00136
m. á hverri sek., en nú fellur það, sem þessu
nemur, inn á móts við jörðina. Newton sá,
að þetta „fall“ er miklu minna en hluta við
yfirborð jarðar. Gizkaði hann á, að aðdrátt-
ur jarðar á hlutina stæði í öfugu hlutfalli
við fjarlægðir þeirra frá jarðmiðjunni í 2.
veldi.
Þar sem nú eru 60 jarðradíar til tungls-
ins, ætti fall þess við jarðyfirborðið að vex-a
60 • 60 • 0,00136 — 4.9 m. En á dögum New-
tons var fall hluta á jörðinni ekki álitið
nema 13 fet (3.96 m.), af því að radíus
jarðar var þá talinn annar en hann er,
vegna þess að gráðumælingar á jörðunni
voru þá svo ónákvæmar. Newton hélt því,
að ágizkun sín væri í'öng og starf-
aði ekkert að þessum rannsóknum í næstu
18 ár. Hann setti þyngdarlögmálið ekki fram
fyrr en í 3. hefti hins stórmerka rits Philo-
sophiae naturalis principia mathematica.
Hann orðaði lögmálið svo, að tveir efnis-
kenndir hlutir, sem væru undir aðdráttar-
áhrifum hvors annars, drægju hvor annan
að sér í beinu hlutfalli við massa (efnisfylld-
ir) sína, en í öfugu hlutfalli við kvaðratið
af fjarlægðinni milli þeirra. Með þessu ein-
falda lögmáli var lagður grundvöllurinn að
ISAAC NEWTON
aflfi'æði himingeimsins. Með því var hægt
að reikna út þyngdir himinhnattanna.
Á árunum 1666—72 gaf Newton sig að
ljósrannsóknum. Hugmyndir manna um ljós-
ið höfðu áður verið mjög óljósar. Tilraunir
þær, sem Newton skýrir frá í riti sínu, New
Theory about Light and Colours, hafaámarga
lund oi'ðið undirstaða ljóseðlisfræði síðari
tíma. Hann lét sólargeisla falla gegnum þrí-
strent gler (prisma), og á bakgrunninn kom
fram aflangur ljósblettur í öllum regnbog-
ans litum, rauður efst, en fjólublár neðst.
Sýndi hann þannig fram á, að hver ljós-
geisli væri sínum lögum háður, þótt allir
mynduðu þeir hvítt ljós, er þeir rynnu sam-
an. Newton aðgreindi í litrófinu 7 aðalliti.
Er álitið, að hann hafi talið litina 7 til að fá
samræmi við hina 7 tóna áttundarbilsins í
hljóðfræðinni. En eins og vitað er, eru litir
litrófsins óendanlega margir, og mannsaugað
á að geta aðgreint þar 160 liti.
Newton hélt því fram, að ljósbrotið staf-
aði af mismunandi tegundum smáagna, sem
ljósgjafinn varpaði frá sér, og var þetta nefnt
Skólablaðið
27