Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Síða 30

Skólablaðið - 01.04.1944, Síða 30
útstreymiskenningin (emissionstheoria). — Hollendingurinn Huyghens, sem uppi var á sama tíma, áleit hins vegar, að ljósbrotið stafaði af mismunandi bylgjulengdum ljós- geislanna. Var deilt ákaft um þetta atriði, og stóð brezka Vísindafélagið með Newton. En á 19. öld var bylgjukenningin hafin aftur til vegs og valda. En ýmsir vísindamenn 20. aldarinnar, sem líta á rafeindina sem hinn eiginlega ljósgjafa, hafa reynt að samræma þessar tvær kenn- ingar. Sem stærðfræðilegt afrek Newtons ber fyrst að nefna differential- og integral-reikn- inginn, sem hann grundvallaði. Er þessi reikningur fyrst og fremst undirstaða allra eðlisfræðislegra útreikinga. Ennfremur kom hann fram með nokkrar sannanir í algebru, t. d. sannaði hann, að binomialformúlan gilti fyrir brotna og neikvæða veldisvísa. * Newton varð prófessor í stærðfræði við Cambridge-háskólann 24 ára gamall. 1 54 ár var hann meðlimur Vísindafélagsins brezka (Royal Society) og í 26 ár forseti þess. Hann andaðist 84 ára að aldri og er grafinn í West- minster Abbey. * Saga raunvísindanna getur margra merkra manna, sem hver á sínu sviði hafa leitazt við að svipta blæju vanþekkingarinnar frá augum almennings. Það er nokkuð erfitt að bera saman störf þessara manna, vegna þess að þau eru á svo mismunandi sviðum. En samt álít ég, að engum sé gert rangt til, þó að fullyrt sé, að ekki nokkur maður hafi valdið öðrum eins aldarhvörfum með vísinda- starfsemi sinni og Isaac Newton. Vísinda- starfsemi manna hafði í margar aldir verið í því fólgin að lesa verk Aristotelesar. Ef menn vildu fá einhverja vitneskju um tilver- una, var ekki um annað að ræða en lesa Aristoteles og hugleiða kenningar hans. Það að lesa lögmál náttúrunnar út úr rás við- burðanna þekktu menn ekki. Endurreisnar- tímabilið hafði kennt mönnum að efast og varpa fram sjálfstæðum spurningum. Hin gamla heimsskoðun stóðst ekki skynsamlega gagnrýni. Hið einfalda þyngdarlögmál Newtons ger- breytti viðhorfi manna til tilverunnar og vís- indalegum aðferðum. Stjörnufræðingar síðari tíma hafa nærri eingöngu byggt rannsóknir sínar á uppgötv- unum Newtons. Framfarir í læknisfræði byggjast að miklu leyti á smásjánni til að greina hina örsmáu sýkla. Fullkomin smásjá er til orðin vegna staðgóðrar þekkingar manna um eðli ljósgeislans. Og það var New- ton, sem grundvallaði ljósfræðina. Þannig mætti rekja fjölmörg framfaraspor síðari tíma til heila Newtons. Það er því eigi mark- leysa að kalla hann „mesta vísindamann allra alda“ eða „mestan allra snillinga". Sjálfur sagði Newton um sig: „Ég veit ekki, hvað menn kunna að segja um mig, en sjálfum virðist mér ég líkastur dreng, sem leikur sér á sjávarströnd við að tína fallegar skeljar, en fram undan mér liggur hið mikla ókannaða haf sannleikans.“ ÚTVEGA ALLSKONAR vélar og verkfæri FRÁ AMERÍKU. GARÐAR GÍSLASON REYKJAVÍK Sími 1500 28 Skólablaðið

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.