Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Síða 37

Skólablaðið - 01.04.1944, Síða 37
ÁLFHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR, 5. A: Þú ræður, hvort þú trúir því Þetta vildi til núna fyrir nokkrum dögum. Ég veit svo sem, að þið leggið ekki trúnað á þetta, en sem ég er lifandi manneskja, þá er það satt. — Annars býst ég nú varla við, að þið hafið þekkt hann Brynka sálaða nema ef til vill af afspurn. Hann var nú fyrst og fremst Hafnfirðingur, og svo var hann alltaf hálf- ómannblendinn, karlanginn, sérstaklega síð- ustu árin. En þetta var bezti karl inn við beinið, þó að hann hefði allt á hornum sér á köflum og gæti reyndar verið bölvaður ref- ur, þegar í það fór. En satt að segja var mér alltaf vel við Brynka. Hann var vanur að stinga að mér brjóstsykursögn, þegar ég var yngri, og núna síðustu árin fékk ég alltaf smágjöf frá honum á jólunum. Þess vegna fylgdi ég honum líka til grafar, þegar hann var jarðaður. Já, það var ögn líkt Brynka að hrökkva upp af svona þegjandi og hljóðalaust, svo að enginn vissi neitt, fyrr en allt var um garð gengið. Enginn vissi, hvað varð honum að fjörtjóni, en dauður var hann, því gat eng- inn mótmælt. Það kom upp úr kafinu, að Brynki hafði átt talsvert í handraðanum, sem enginn vissi um, en það gekk allt til þessa eina sonar, sem hann átti. Svo átti hann marga fornfálega hluti og gamla, og yfir rúminu sínu lét hann alltaf hanga stóra mynd, sem hann hafði miklar mætur á. „Hvílíkur sannleikur er ekki fólginn í þess- ari mynd,“ var hann vanur að segja og dæsti við. En þetta voru eiginlega tvær myndir í sama ramma. Önnur var af bústnum og sæl- legum ístrubelg, sem sat í djúpum hæginda- stól, tottaði langan vindil og horfði til him- Álfheiður Kjartansdóttir. ins hreykinn á svip. Yfir þessari mynd stóð: „Jeg solgte paa Kontant." Hin myndin var af tærðum og lotlegum mannræfli, sem sat á kollóttum stólgarmi, og á gólfinu í kringum hann flaut allt í reikningum. Hann reif hár sitt og horfði fram fyrir sig með dauðans angist í svipnum. Yfir þessari mynd stóð: „Jeg solgte paa Kredit.“ Ég var alls ekki hrifin af þessari mynd, og ég sagði það líka við Brynka, en hann sagði bara, að ég myndi læra að meta hana, þótt síðar yrði. En nokkrum dögum eftir, að Brynki sálugi var jarðaður, kemur sonurinn askvaðandi með myndina og segir, að faðir sinn hafi ætlað mér þessa mynd. En sú gjöf, drottinn minn! Myndin var tæplega til að Skólablaðið 35

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.