Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 38
hengja hana upp, hún var ævagömul og af
sér gengin, enda varla þess konar mynd, sem
átján ára stelpuhnokki myndi vera æst í að
hafa yfir rúminu sínu. Hins vegar gat ég
ómögulega fleygt myndinni, því að hver veit,
nema Brynki gengi þá aftur. — Hvað átti
ég að gera? — Til bráðabirgða setti ég mynd-
ina í hornið bak við litla borðið og lét hana
snúa inn að vegg.
Jæja, þetta gleymdist nú smám saman, og
líklega hefði myndin fengið að dúsa þarna
til eilífðar, ef undarlegt atvik hefði ekki
komið fyrir. Það var núna einn föstudag,
að ég sat heima og var góða barnið. Ég var
búin að hlusta á útvarpssöguna og hlæja mig
máttlausa yfir viðskiptum Börs Börssonar
og Óla í Fitjakoti, og að því búnu ætlaði ég
að sýna mikía framtakssemi og stoppa í
sokka, en sokkar eru eitt af mestu áhyggju-
efnum kvenfólksins. En það komst nú aldrei
svo langt, því að ég fékk óþolandi höfuðverk
og dró mig í „koju“. Ég sofnaði næstum tafar-
laust og hef víst sofið alllengi, en allt í einu
hrökk ég upp með andfælum. Ég heyrði eitt-
hvert þrusk og hafði óljóst á tilfinningunni,
að einhver annar væri í herberginu hjá mér.
Mér varð aldeilis ekki um sel og þorði
hvorki að hreyfa legg né lið. En þegar augu
mín voru farin að venjast myrkrinu betur,
gat ég greint einhverja mannveru í horninu
við gluggann. Við nánari athugun sé ég, að
þetta er Brynki. Hann er þá búinn að taka
myndina, gjöfina frá sjálfum sér, heldur á
henni í hendinni og skimar í kringum sig,
eins og hann væri að skima að hæfilegum
stað fyrir hana. Og viti menn, hann rífur
niður skólaspjald af nemöndum Flensborgar-
skólans 1938—39 og stingur því út í horn, en
sína mynd strýkur hann blíðlega og hengir
hana upp með varkárni í staðinn. Þarna
stóð hann stundarkorn, virti hana fyrir sér
með velþóknun og dæsti ánægjulega, eins og
hann var vanur að gera í lifanda lífi. Síð-
an leit hann til mín dapurlega á svip og
hristi höfuðið, eins og hann vildi segja:
„Mikið gott gætirðu lært af þessari mynd,
ef þú vildir og nenntir.“ Og sjá, þarna fyr-
ir framan mig leystist hann upp í móðu, og
áður en ég hafði tíma til að átta mig, sást
hvorki tangur né tetur eftir af honum.
Mér varð ekki lengri svefns auðið þessa
nótt. Ég þorði ekki einu sinni að standa upp
og athuga, hvort mér hefði ekki skjátlazt.
En um morguninn sá ég, að ég hafði tekið
rétt eftir. Skólaspjaldið var komið út í horn
og sneri inn að vegg, en á veggnum hékk
myndin frá Brynka, og mennirnir tveir virtu
mig fyrir sér, annar með yfirlætislegu glotti
á vörunum, en hinn gagntekinn af dauðans
angist.
Ég þarf víst varla að taka það fram, að
myndin hefur ekki verið hreyfð síðan.
Álfheiður Kjartansdóttir.
5. A.
36
Skólablaðið