Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 41

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 41
okkur dálitla stund. Þá komu Svenni og Siggi Thór. Sveinn var orðinn glorhungraður og át nestið sitt. Svo fórum við að klæða okkur. Þegar við vorum hálfklæddir, kveikti einn í sinunni á sléttunni. Nokkrir vildu slökkva, en aðrir kveiktu í meiru. Eldurinn læsti sig nú yfir sléttuna, og steig reykurinn til him- ins. Við fórum þá burtu nema brennumenn- irnir. Þeir héldu áfram að kveikja í, svo að okkur fór ekki að lítast á. Þegar við komum á túnið í Fífuhvammi, hittum við mann. Hann spurði okkur, hvort búið væri að slökkva eldinn. Við sögðum, að það væri ver- ið að því. „Já,“ sagði maðurinn, „það er líka eins gott fyrir þann, sem í kveikti." Við héldum svo áfram til hins fólksins. Var þá Brynleifur Tobíasson að halda ræðu. Svo var leikið sér lengi og var ýmislegt til skemmtunar. Jóhannes gamli Sigfússon fór í kapphlaup við Guðrúnu Tuliníus í 4. bekk og beið ósigur. Hensi (Hendrik Ottóson) fór í kapphlaup aftur á bak við Brynleif og sigr- aði, en beið aftur ósigur fyrir Morten Otte- sen í 5. bekk. Um kl. 5 kom karlinn, þessi frá Fífu- hvammi, og fór að klaga yfir brunanum. Ekki heyrði ég, hvað hann sagði, en það endaði með því, að allir þutu af stað suður eftir. Það var brátt hægt að slökkva eldinn, og sneru svo allir við. — Það er annars bezt, að ég haldi áfram með þetta bölvaða bruna- mál. Bóndinn heimtar skaðabætur, og bauð rektor 100 kr. (þá voru daglaun 4.50, og sam- svarar upphæðin svona 800—1000 kr. nú), og var þetta samþykkt á skólafundi í gær, 22. maí. Eiga skólasveinar að gjalda 75 au. hver. Kl. 6 var farið að halda heim. Var raðað í tvöfalda röð,og stjórnaði Böðvar Kristjáns- son því. Gekk nú allt betur en um morgun- inn, og gengum við ágætlega í takt og sung- um, þegar við komum niður á Skólavörðu- stíginn, og þótti sómi að. Svo var sungið á skólatröppunum og hrópað nífalt húrra. STEFÁN ÓLAFSSON, 6. C, teiknaði haus á jorsiðu og þœr aðrar myndir i blaðinu, sem teiknaðar eru. Fór nú hver heim til sín, fékk sér að éta og dubbaði sig upp sem bezt hann gat, því að kl. 9 byrjaði skemmtun og dans niðri í skóla, og fór ég þangað, þótt eigi kunni ég ögn að dansa. Þar var líka knattspyrna á skólatúninu, meðan til sást fyrir myrkri. Ég var í marki. Svo fór ég inn og var að horfa á Emil Thoroddsen teikna grínmyndir á töfl- una í 6. bekk. Hann teiknaði einn busann eins og svertingja, og var honum mikil stríðni í því. Kl. 12 fór ég heim, en dansinn stóð til 1. Þannig lauk Skólahátíðinni, og þótti mér allgaman, enda hafði þetta verið viðburða- ríkur dagur.“ Skólablaðið 39

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.