Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 44

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 44
m. fl. Allar þessar bækur, að undanskildum þeim fáu, sem eru þýddar, eru algerlega lok- aður heimur þeim, sem ekkert hafa lært í tungumálum. Ferðalög til útlanda eru ófram- kvæmanleg án þess, að menn hafi einhverja kunnáttu og æfingu í tungumálum nágranna- landanna. Hingað til hefur það reyndar verið auðugra manna, menntamanna, listamanna og opinberra erindreka að sigla út, skoða sig um í öðrum löndum og kynnast menningu annarra þjóða. Með bættum samgöngum eftir styrjöldina má hins vegar búast við því, að ferðir almennings taki mjög að færast í vöxt, einkum þó hópferðir félagssamtaka. Og hver vill þá halda því fram, að einn hafi öðrum fremur rétt á að ferðast til annarra landa? Einnig má geta þess, að allar góðar kvik- myndir krefjast þess af áhorfendum, að þeir skilji það, sem sagt er í kvikmyndunum. Náið menningarsamband og viðkynning milli þjóða hefur alltaf verið miklum erfið- leikum bundin vegna þess, að þær hafa ekki skilið tungumál hvor anarrar. Til þess að ráða bót á því er líklegt, að þjóðir heimsins komi sér saman um, að hver þegn þeirra læri, auk síns móðurmáls, mál, sem mundi þar með gilda um allan heim. Slíkt mál yrði að læra til sæmilegrar hlítar, en það útheimtir all- fullkomið alþýðufræðslukerfi. Um reikningskunáttuna þarf ekki að fjöl- yrða. Hennar er þörf í allri atvinnulífsstarf- semi og í einkalífi hvers manns, og án hennar er hann óhlutgengur til allra opinberra trún- aðarstarfa og æðri menntunar. Auk þess er stærðfræðin viðurkennd sem ágæt æfing í rökhugsun. Mikið hefur réttilega verið talað um það, að íslenzk æska hafi verið of ístæðulaus gegn áhrifum hins tungumjúka, erlenda hers, að hún sletti erlendum orðum inn í mál sitt, beygi og noti málið ranglega á ýmsa lund og að hún hafi misst virðingu fyrir og áhuga á sögum og málmenningu þjóðar sinnar, og af þeirri ástæðu sé tunga vor og þjóðerni í hættu. Ég efast um, að þeir, sem út af þess- ari spillingu hafa reigt sig mest og galað hæst, hafi gert sér það ljóst, að eina ráðið til að bæta úr spillingunni er ekki að ásækja 42 æskuna með umvöndunum og refsidómum, heldur að fræða hana um það, hvernig hún á að tala og rita móðurmál sitt og hve mikinn og dýrmætan menningararf hún hefur hlotið frá liðnum kynslóðum. Slík fræðsla er ís- lenzkukennslan í gagnfræðaskólunum, og hún hefur borið góðan árangur, enda þori ég að fullyrða, að sá hluti æskulýðs okkar, sem hefur staðið sterkastan vörð um tungu okkar og þjóðmenningu, er hinn gagnfræða- menntaði hluti hans. Mér er ljóst, að fræðslan í gagnfræðaskól- unum þarf ýmissa úrbóta við. Taka þarf upp aukna listfræðslu, kenna þarf í samhengi grundvallaratriði vísindalegrar heimsmynd- ar, gefa þarf hlutlausa yfirsýn yfir megin- stefnur í stjórnmálum og heimsspeki og yfir- leitt þarf að hjálpa nemendum og örva þá til að mynda sér heilbrigða lífsskoðun og áhugamál. En það rýrir á engan hátt gildi almennrar menntunar. Það, að hún getur ver- ið betri en hún nú þegar er, þýðir auðvitað, að hún er ennþá gagnlegri en fram kemur í reyndinni. Einn þátt skólalífsins, og ekki þann þýð- ingarminnsta, á ég ónefndan, en það er fé- lagslífið, sem felst í því, að nemendur hafa með sér funda-, íþrótta- og skemmtistarfsemi með ýmsu sniði og í ýmiss konar tilgangi. Þessi starfsemi er mjög þroskandi fyrir nem- endur. Margir hafa uppgötvað þar forystu- hæfileika sína og starfshæfni á sviði félags- mála, og á langflesta hefur félagslífið haft áhrif til aukins félagslyndis og menningar- þroska. Ætti ég að velja á milli félagslífs skólanna og hverrar einnar námsgreinar, mundi ég hiklaust kjósa félagslífið. Það er mitt álit, að þjóðfélaginu beri að nota möguleika nútíma tæknimenningar til þess að þroska hvern einstakling og gera hon- um yfirleitt allt til gagns og nytsemdar sem unnt er. Helzta leiðin til þess er að veitá hverjum einstaklingi góða almenna menntun og þroskavænlegt félagslegt uppeldi, ekki að- eins þeim einum þriðja fullnaðarprófsbarna í Reykjavík, sem fram að þessu hafa notið framhaldsmenntunar, heldur öllum æskulýð. Það er talað um jafnrétti, en það hlýtur að Skólablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.