Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 46

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 46
SJÁLFSTÆTT ÍSLAND Framh. af bls. 20. ar. Síðan kom stríðið, þá breyttust horfur í þessum efnum, sem fyrr er getið. Það get- ur ekki hjá því farið, að mönnum verði hugs- að til, hverjar horfur verða í þessum mál- um að stríðinu loknu. Sumir leiðandi íslenzk- ir stjórnmálamenn hafa þegar lagt dóm sinn á, hvernig umhorfs muni þá verða. Það komi þeir tímar, að atvinnuleysi geri aftur vart við sig. Vantrú á mátt og megin þjóðarheild- arinnar, vantraust á sjálfan sig er einkenni þeirra manna, er dirfast að halda slíku fram. Óhætt er að segja, að íslandi er illa stjórn- að, meðan atvinnuleysi er til í landinu. Stjórnmálaspilling, flokkadrættir og sundr- ung hafa um of sett svip sinn á þjóðlíf Is- lendinga síðustu árin. Þessi veiklun í stjórn- byggingu landsins hefur smitað mjög út frá sér og verið oft og tíðum Þrándur í Götu eðlilegri þróun. Þessi einkenni í fari þjóðar- innar verða að hverfa og gerast afturræk úr okkar þjóðlífi. Ef íslendingar í náinni framtíð temja sér samheldni og einingu um allan rekstur þjóðarbúsins og samstilltan hug um að nýta til hlítar öll landsins gæði, get- um við vænzt glæstrar framtíðar til handa íslenzkri þjóð. Gunnar Helgason. 6. B. Eimskipafélag IsL inds r 5 hefur frá því 1915 jafnan verið í fararbroddi í sigl- ingamálum íslendinga. — Látið jafnan skip þess annast flutninga yðar. ALLT MEÐ EIMSKIP 44 Skólablaðið

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.