Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 48

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 48
— Ég klíp mig allan og kreisti, hristi höf- uðið, hlusta eftir andadrættinum, tel æða- slögin. — Nei, ég er stálhraustur, og þetta bjargar ekki. En hvernig væri það að þykjast hafa sofið yfir sig. Það hefur mörgum reynzt vel. Ég slepp þá að minnsta kosti við fyrsta tímann. Það er betra en ekkert. Ég íhuga það mál vandlega, en kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé gagnslaust og afskaplega vitlaust. í fyrsta lagi væri það lygi af verstu tegund, og enginn, sem vill verða fullkominn maður, lýgur. Það væri voðalegt brot á mínum góðu reglum um fag- urt og hreint líf. — I öðru lagi er þetta svo mikil hneisa, að allir myndu gera gys að mér fyrir það. Það sofa engir yfir sig í raun og veru nema letingjar og ræflar, sem aldrei geta drullazt í bælið. Menn myndu segja við mig: „Nú hefurðu verið að lesa í nótt,“ eða: „þú varst á kvennafári í gærkvöldi". — Nei og aftur nei. Sízt af öllu sef ég yfir mig. Það er þá alveg vonlaust, að hægt sé að losna við tímana. Ég verð að fara. Það er ekkert tillit tekið til sálar- og líkamskval- anna, sem þetta hefur í för með sér. Á meðan ég klæði mig, renni ég huganum yfir hinn ókomna tíma. Það er alveg vanda- laust, því að allir virkir dagar eru eins. Mánudagur og þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur, föstudagur og laugardagur, — það eru sex dagar sálarkvala og leiðinda. Á þeim eru 32 kennslustundir, þrjátíu og tveir möguleikar til að kvelja mann með spurn- ingafargani. Og ég eygi enga möguleika út úr ógöngunum. Já, sannarlega er lífið þjáning — og heimska líka. Fyrst þjáist maður sex daga í skólanum, bölvandi og formælandi öllum þessum lærdómi, sem maður er þó að sækj- ast eftir. Á þeim sjöunda, sem á að vera helgur dagur, ætti maður þá víst að vera góður og skemmtilegur, — ó, nei, ekki er því nú að heilsa. Þá tekur nú út yfir allt það illa frá virku dögunum. Þeir eru bara svolítið barnagull á móti þessum sunnudög- um. — Alla vikuna hlakkar maður til sunnu- dagsins, þótt í hausnum séu mörg hundruð minningar um þessa daga. Sífelld von um, að næsti sunnudagur verði betri, er alltaf að svífa um í heilabúinu. En næsti sunnu- dagur verður bara ekkert betri. Hann verður eins og allir hinir. — Og það eina, sem aldrei getur orðið, er það, að sunnudagurinn verði skemmtilegur. (Hugleiðingar á mánudagsmorgni, 21. febrúar. Úr stíl.) Friðrik Þórðarson. Heildverzlunin HEKLA h.f. REYKJAVÍK Hafnarstræti 10—12 Símar 1275—1277 SÖLUTJMBOÐ FYRIR: VINNUFATAVERKSMIÐJAN H.F. VERKSMIÐJAN MERKÚR H.F. HERKÚLES H.F. Utvegum frá Bandaríkjunum flestar fáanlegar vörur. 46 Skólablaðið

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.