Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 51

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 51
THOR VILHJÁLMSSON, 6. B: SKÚLI FÓGETI I. Sá maður, sem fyrir margar sakir bar einna hæst hér á landi á 18. öld og setti mjög svipmót sitt á það tímabil, var Skúli Magnússon fógeti. Hann varð fyrstur ís- lenzkra manna landfógeti, og var það á þeim tímum fágætt, að innlendur maður væri haf- inn til verulegrar vegsemdar af Dönum, sem töldu þá lítt hæfa til að hafa á hendi stjórn- arstörf. Flestum eru kunnar þær aðgerðir, sem hann hófst handa um til viðreisnar íslenzk- um atvinnuvegum, og þær framkvæmdir, sem hann ráðgerði landi og lýð til allsherj- ar endurreisnar og búbætis. Þær náðu að vísu fáar fram að ganga, þótt maðurinn væri framúrskarandi elju- og áhugasamur, því að við ramman reip var að draga, þar sem var annars vegar andspyrna erlendu kaupmannanna, sem sáu, að með þeim var þeirra drottnunaraðstöðu stefnt í hættu, hins vegar áhuga- og skilningsleysi sam- landa hans, sem sáu ekki, að þessar ráða- gerðir miðuðu að bættum kjörum fyrir þá og þeirra niðja. Hér verður gerð tilraun til að drepa lítil- lega á nokkur atriði í þeim æviþættinum, sem ókunnari er, þættinum þangað til að hann var skipaður landfógeti. II. Þann 11. desember 1711 fæddist Skúli Magnússon að Keldunesi í Kelduhverfi. Hann var af góðum presta- og bændaættum og var 6. maður frá Guðbrandi Hólabiskupi Thor Vilhjdlmsson. Þorlákssyni, einum mesta skörungi, sem á biskupsstóli hefur setið hér á landi, víðsýn- um framfaramanni, sem var að mörgu leyti á undan samtíð sinni. Afi Skúla, síra Einar Skúlason, var röggsamur prestur, vel menntur og prúðmenni hið mesta. Hans faðir, síra Skúli Magnússson, þótti harður í horn að taka, strangur og umvöndunar- samur við sóknarbörn sín, en brá um margt í kyn til Guðbrandar biskups. Oddný, móðir Skúla fógeta, átti ætt sína að rekja til Jóns biskups Arasonar og fleiri stórmenna. Er Skúli yngri eltist, þótti hann mjög hafa erft lund þessara ættmenna sinna, því að hann var höfðingjum og fyrirmönnum jafnan þungur í skauti, ef á hann var leitað, Skólablaðið 49

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.