Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 57

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 57
DÓRA HARALDSDÓTTIR, 6. A: BRÉFIÐ ,,Hvers vegna skyldi ég ekki viðurkenna það, sem ég hef vitað með sjálfri mér í marg- ar vikur. Ég elska þig, Einar! I návist þinni gleymi ég bæði himni og jörð, og þegar þú lítur á mig bláu augunum þínum, finnst mér ég geta flogið beint upp í tunglið — með þér. Ég veit, að þetta er gagnslaust og bjána- legt, því að þér stendur alveg á sama um mig. Eða getur það verið, að svo sé ekki? Stundum er ég þess nærri fullviss, en stund- um er það eins og fjarstæða í augum mín- um. Ó! segðu, að þú elskir mig, og gerðu mig að hamingjusömustu kvenverunni í öllum bænum.“ Hún andvarpaði og horfði með fjarrænu augnaráði út í bláinn, er hún hafði lokið við þessa afar rómantíksku ástarjátningu sína. Hún var í seinni tíð farin að horfa með dreymandi augnarráði fram fyrir sig við öll tækifæri. Hún var farin að skilja lífið og tilveruna miklu betur en áður, því að nú var það komið til hennar, þetta eina, sem gerði lífið þess vert, að því væri lifað. Nú hafði hún þó loksins hitt þann rétta. Og að hugsa sér, að hún skyldi hafa verið búin að þekkja hann í þennan óratíma áður en hún sá, að það var bara hann! Að hún skyldi hafa getað verið að hugsa um hann Bjössa, þenn- an ómerkilega strákróna, sem ekki hafði svo betri smekk á kvenfólki en hann hafði sýnt síðast í gær með því að geta látið svona utan í þessari þá líka manneskju. — Nei, allir aðrir karlmenn voru bara jólasveinar samanborið við Einar. Það vissi hún núna. — En hvernig skyldi honum annars verða við, ef hann sæi þetta bréf. Hún sá alveg fyrir sér svip hans. Hún heyrði hann segja við sjálf- an sig: „Ég er hamingjusamastur allra!“ — En ef hann áliti það nú ekki neina hamingju, 'að hún sæi engan nema hann? Nei, hún vildi ^ekki, hún gat ekki trúað því, að örlögin gætu verið svo grimm. Hafði hann ekki dansað við hana eina á síðustu dansæfingu? Hafði hann ekki------nei, hann hlaut að sjá eitt- hvað við hana. Það hafði augnaráð hans sagt svo greinilega. Nei, hún ætlaði ekki að senda honum bréf- ið. En af því að hún var bara rómantísk 19 ára stúlka, þá skrifaði hún utan á það og setti það ofan í skúffu. Það yrði alltaf gam- an að lesa það aftur í kvöld.---“Sigga ! ! síminn til þín eins og vanalega!" öskraði bróðir hennar. Hún hljóp niður, stakk upp í hið ósvífna örverpi fjölskyldunnar og sökkti sér síðan niður í samtal við beztu vinkonu sína. Þá kom systir hennar þjótandi. „Æ, elsku bezta, lánaðu mér sokka, ég þarf að komast ofan í bæ fyrir sex!“ Sigríður band- aði henni frá sér eins og flugu. „Viltu vera svo indæl að halda þér saman, rétt á meðan ég er að tala í simann — aldrei er friður fyr- Dóra Haraldsdóttir. Skólablaðið 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.