Saga - 1985, Page 12
10
JÓN GUÐNASON
menn bæjanna fengju kaup sitt greitt í peningum og gerðust fjár-
ráða. Um þetta baráttumál fjallar þessi ritsmíð, en í henni er
sitthvað, sem þarfnast langtum ítarlegri könnunar en hér er gerð.
BARÁTTA FYRIR LÖGUM UM VERKKAUP
1893-1902
Fyrsta frumvarpið um verkkaup 1893
Árið 1890 birtist í Þjóðviljanum á fsafirði nafnlaus greinarstúfur um
daglaunamenn,' en höfundur hans hefur ugglaust verið ritstjóri
blaðsins, Skúli Thoroddsen sýslumaður og nýkjörinn þingmaður
Eyfirðinga. Efni greinarinnar er á þessa leið: Daglaunamönnum í
kaupstöðum og kauptúnum virðist fara heldur fjölgandi ár frá ári.
Marga fýsir að flytjast í kaupstaði, því að þeim þykir mikið, að
karlmenn fá þar 2-3 krónur í dagkaup. Þeir telja, að hægara sé að
draga fram lífið á þessu kaupi en bjarga sér í sveitunum, en reynsla
flestra verður önnur. Kaupstaðarvinnan er stopul og því stopulli,
sem fleiri sækja um hana. Langstærsti agnúinn við hana er þó sá,
að kaupmenn borga hana ekki í peningum heldur í vörum, en
þannig er vinnan þeim langtum ódýrari en að svara peningum út.
Meðan þessi háttur helst, geta daglaunamenn aldrei orðið sjálf-
stæðir menn.
Vorið 1891 sendi Skúli Thoroddsen kjósendum í Eyjafirði
prentaða stefnuskrá sína í landsmálum.1 2 Þar gagnrýnir hann
meðal annars kaupgreiðslu í vörum og kveður sér hafa
hugkvæmst, að sett verði lög svipuð þeim, sem Englendingar hafa
löglcitt hjá sér, er tryggi verkamönnum við verslanir, að þeir fái
kaup sitt goldið í peningum.
Þorlákur Guðmundsson, 1. þingmaður Árnesinga, bar fram til-
lögu í neðri deild alþingis 1893 um, að kjörin yrði fimm manna
nefnd til þess að taka verslunarmál landsins til íhugunar.3 Hann
kvað nauðsynlegt að koma versluninni í betra horfen hún væri, en
1. Daglaunamenn. Þjóðviljinn V, 9. 28. nóvember 1890.
2. Ávarp til Eyfirðinga. ísafirði 1891.
3. Alþingistíðindi 1893 C, 153. (Umræða B, 82-101)