Saga - 1985, Page 14
12
JÓN GUÐNASON
ákveðið kaup (accord) og skal það kaup greitt í peningum
eigi síðar en verki er lokið.
5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum frá 10-100
krónum, er renna til landssjóðs.
6. gr. Með brot gegn lögum þessum skal fara sem opinber
lögreglumál.
í frumvarpinu eru nokkur atriði, sem vert er að hafa í huga vegna
þess, sem á eftir kemur. í fyrsta lagi ná ákvæði þess einungis til
daglaunamanna við verslanir, en þær voru aðalatvinnurekendur í
þéttbýli. í öðru lagi skyldi verkkaup greitt skilyrðislaust í gjald-
gengum peningum og þar með stefnt að því að afnema innskriftir
og lánsverslun (skuldaverslun), hvað daglaunamenn snerti. í
þriðja lagi voru gjalddagar verkkaups tilteknir, en þetta ákvæði
var daglaunamönnum mjög mikilsvert til þess að hafa yfirsýn og
stjórn á fjárreiðum sínum. í fjórða lagi voru sektir lagðar við, ef
brotið var gegn lögunum.
Skúli Thoroddsen fylgdi frumvarpinu úr hlaði.7 Hann kvað það
venju í kaupstöðum og verslunarstöðum hér á landi, að kaup-
menn borguðu verkamönnum sínum daglaun í vörum, en mjög
sjaldan í peningum. Hann taldi afleiðingar þessa gjaldháttar vera:
a) viðskipti verkamanna eru bundin við ákveðna kaupmenn, og
þeir geta ekki leitað til annarra til þess að sæta hagkvæmari við-
skiptum; b) verkamenn neyðast til þess að taka út nauðsynjar
sínar á uppskrúfuðu verði, og megi þeir síst við því sökum fátækt-
ar, en hins vegar geta efnamenn komist að hagkvæmari kjörum en
þeir; c) verkamönnum er gert illkleift að kaupa landvöru beint af
bændum; d) verkamenn eru oft í óvissu um, hve mikið kaup þeir
hafa borið úr býtum dag hvern og um fjölda vinnudaga. Þegar
sumarvinna er gerð upp á vetrum, telja verkamenn að vinnudög-
um sínum beri ekki saman við reikninga, og spinnst afþessu ýmiss
konar óánægja,8 en verkamenn eru svo settir, að þeir fá jafnan
enga leiðréttingu mála sinna. Um þetta eru mörg dæmi frá ísa-
7. Alþingistíðindi 1893 B, 895-898.
8. Jens Pálsson: „Þessi ágreiningur er oftast nær kominn til af því, að verkamönn-
um er sagt að vera til taks. Þeir bíða kannske hálfa dagana þannig, og álíta að þeir
eigi kaup fyrir það, þótt eigi sé þeim skipaður neinn viss starfi. En kaupmaður
skoðar þetta eftil vill öðruvísi. “ Alþingistíðindi 1893 B, 916.